Fréttir á vefsíðunni

EURES og EPSO – samvinna til að fá besta fólkið í Evrópu

Samstarf Ráðningarskrifstofa Evrópu (EPSO) og EURES hófst árið 2007 þegar EURES fór á leit við hana um þátttöku í árlegum Evrópskum starfsdegi í Brussel. Diana Val Altena hjá EPSO skýrir frá, ‚Okkur fannst að stofna til samstarfs við EURES myndi veita okkur margskonar hagræði: atvinnuleitendur hjá EURES koma frá öllum þjóðfélagshópum, menntunarstigum, og með mismunandi kunnáttusvið, sem er einmitt það sem við erum að leita að‘.

EPSO er aðal stofnunin sem ber ábyrgð á að velja mögulega umsækjendur til vinnu í stofnunum Evrópusambandsins. Þegar umsækjandi hefur lokið prófunarferli EPSO, er hann hæfur til ráðningar hjá stofnunum eins og Evrópuþinginu, leiðtogaráði Evrópusambandsins, framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, og svæðanefndunum, meðal annarra. EPSO er ætíð að leita að nýjum hæfileikaríkum umsækjendum alls staðar að úr Evrópu og heldur röð samkeppna til að fylla þessar stöður.

EPSO hefur bent á fjölmarga aðra kosti af því að stofna til samstarfs við EURES. ‚Þeir geta veitt okkur nýjustu upplýsingar og ráð um stöðu atvinnumála í mismunandi löndum, sem og sagt okkur hvar við gætum fundið ákveðna kunnáttu, sem og aðra staði þar sem við gætum gefið upplýsingar um EPSO‘.

EPSO hefur sótt Evrópskan starfsdag í Brussel síðan stofnunin tók fyrst þátt árið 2007 og er um þessar mundir að undirbúa 2010 viðburðinn. Stofnunin sótti einnig, í fyrsta skiptið, Evrópskan starfsdag í Ljubljana, Slóveníu á síðasta ári. ‚Við erum andlit Evrópusambandsins á ráðningarsviðinu og þessir viðburðir eru frábær leið til að hitta atvinnuleitendur,‘ sagði Diana.

Á hverju ári á Evrópska starfsdeginum í Brussel veitir EPSO upplýsingar um valferlið og um þær samkeppnir sem eru opnar til þátttöku hverju sinni. Á þessu ári mun EPSO ekki einungis hafa bás á viðburðinum, heldur mun það einnig vera með kynningar. Atvinnuleitendur hafa tækifæri til að ræða við starfsfólk EPSO um hin margvíslegu tækifæri sem eru í boði, sem og að fá heildarsýn á hvers konar upplýsingum um umsækjendur er krafist, og ágóðan af starfsframa hjá Evrópustofnun. ‚Við höfum líka mikinn áhuga á fá svörun frá atvinnuleitendum, til að sjá hver skynjun þeirra á Evrópusambandinu er, og til að skilja hvort að almenningur viti um samkeppnirnar sem EPSO heldur á hverju ári,‘ sagði Diana enn fremur.

EPSO vonast til að samstarfið við EURES haldi áfram. ‚Við teljum að samstarf við EURES muni hjálpa okkur að fá besta fólkið til að vinna fyrir Evrópu‘, sagði Diana að lokum.

Til að fá frekari upplýsingar farið á www.eu-careers.eu eða hafið samband við EPSO-NETWORKS@ec.europa.eu.

« Til baka