Fréttir á vefsíðunni

Neyðarþjónusta EURES

Sikiley er eyja með fimm milljón íbúa, og eru milljón þeirra atvinnulausir í dag. Það er almennt hátt menntunarstig meðal íbúa en skortur á tækifærum, og þar af leiðandi á fólk oft erfitt með að fá vinnu. Í ljósi þessara kringumstæðna hafa EURES ráðgjafinn Gianfranco Badami og samstarfsmenn hans lagt áherslu á læknisfræðinema og eru að vinna að því að veita ítölskum læknum tækifæri til að afla sér reynslu í breska heilbrigðiskerfinu. Það var ákveðið fyrir tveimur árum síðan að EURES í Ítalíu og Chris Morse Agency Healthcare Professionals í Bretlandi myndu vinna saman við að finna ný tækifæri fyrir ítalska lækna - ráðningastofan myndi finna lausar stöður, og EURES myndi finna til umsækjendurna.

Dr. Francesca Rizzo ákvað að hana langaði til að öðlast reynslu við að vinna erlendis þegar hún lyki við sérfræðinám í svæfingum og endurlífgunum. Á heimasíðu háskólans sem hún var í fann hún auglýsingu um tækifæri fyrir sérfræðilækna í Bretlandi, sem var birt af skrifstofu EURES í Palermo. Hún sendi samstundis inn ferilskrá sína og eftir einungis 24 tíma fékk hún símtal frá Gianfranco, sem hafði það hlutverk að tryggja að umsækjendur hefðu nauðsynlega kunnáttu áður en hann áframsendi upplýsingar um þá til ráðningarstofunnar í Bretlandi. Komið var á undirbúningssímtölum milli Francescu og nokkurra sjúkrahúsa, áður en hún flaug til Englands í viðtöl. Francesca er núna búin að koma sér vel fyrir á sjúkrahúsi í London, sem hún telur vera mikilvægt skref fyrir starfsframa sinn og þjálfun sína sem lækni. Hún segir að aðstoðin sem hún fékk frá EURES í gegn um allt ferlið hafi verið ómetanleg - allt frá því að ferilskrá hennar hafi verið valin, til aðstoðar við nauðsynleg stjórnsýslugögn til að flytja til Englands, Francesca segir í dag að reynsla hennar hafi verið '100% jákvæð!'.

Á sambærilegan hátt hóf Dr. Laura Cicciarella, eftir að hún lauk sérfræðinámi sínu í nóvember 2009, að athuga tækifæri í Ítalíu. Við leit sína rakst hún á auglýsingu fyrir svæfingalækna, barnalækna og bráðamóttökulækna í Bretlandi, í gegn um EURES. Þrátt fyrir að hún hefði ekki íhugað fyrr möguleikann á að flytja erlendis, þá ákvað hún að senda ferilskrá sína til EURES. Gianfranco hafði samband við hana nokkrum dögum síðar og komið var á fót undirbúningssímtali við ráðningarstofuna í Bretlandi. Líkt og Francesca þá flaug hún til Englands stuttu seinna og mætti í þrjú viðtöl. Henni til mikillar hamingju þá voru henni boðnar allar þrjár stöðurnar og hún ákvað að þiggja stöðu við John Radcliffe sjúkrahúsið í Oxford. Laura hefur nú komið sér vel fyrir í Oxford og er á fullu að hitta nýja kunningja og að læra nýja færni.

Gianfranco heldur því fram, að í ljósi góðs árangurs, eigi verkefnið að halda áfram. ‚Ferilskrár eru enn að koma inn með reglulegu millibili frá læknum, hjúkrunarfræðingum og öðru heilbrigðisstafsfólki, og tveir umsækjendur til viðbótar hafa verið sendir áfram í stöður í Bretlandi og Írlandi‘, segir hann.

« Til baka