Fréttir á vefsíðunni


EURES Malta: Að ná til atvinnuveitenda

Starfsfólk EURES á Möltu hefur þróað ný úrræði við að aðstoða atvinnuveitendur, einkum innan ferðaiðnaðarins, sem er arðbærasta starfssvið Möltu. Af þeim 144.094 starfsmönnum í fullu starfi á eyjunni (frá því í október 2009), treysta um 40.000 þeirra, með beinum eða óbeinum hætti, á starf innan ferðaiðnaðarins. Samt sem áður er oft skortur á starfsfólki innan þessa sviðs á háannatíma vegna vinsælda eyjarinnar.
Malta hefur margt að bjóða evrópskum atvinnuleitendum – frábært vinnuumhverfi í Miðjarðarhafsloftslagi er vissulega helsta aðdráttaraflið. Það eru um 400.000 íbúar á eyjunni, þar af eru rúmlega 4.000 þeirra Evrópubúar sem eru ekki af maltnesku bergi brotnir. Sökum þessa, hafa atvinnurekendur snúið sér að atvinnuleitendum sem koma til eyjarinnar.

Allar starfsstöður eru auðvitað auglýstar á starfsvefgátt EURES, en ETC, Vinnumálastofnun Möltu, og EURES á Möltu hafa einnig komið upp sjálfvirkum tölvupósti sem er uppfærður og sendur út daglega með upplýsingum um laus störf til 7.000 áskrifenda um alla Evrópu. EURES á Möltu tekur einnig hluta af álaginu af atvinnuveitendum með því að fá ferilskrár umsækjenda afhentar og sjá um forvalið. Margir atvinnuleitendur hafa fengið störf á 5* hótelum og vinsælum börum.

George Schembi frá samtökum hótela og veitingastaða á Möltu (MHRA) útskýrði hvernig tengslanet eins og þeirra eykur umfang EURES með því að veita meðlimum þeirra upplýsingar og tækifæri og hvetja þá til að nýta sér þjónustuna. Ég myndi segja að EURES sé einkar vel þekkt á eyjunni! Ég held að mörgum meðlimum okkar hafi fundist þessi samvinna skila góðum árangri.

EURES starfsliðið hefur einnig aðstoðað maltnesk fyrirtæki við að fá tækifæri til að sækja evrópska starfsdaga um alla Evrópu með því að senda boð og upplýsingar til meðlima MHRA. Til dæmis, í apríl, var verið að skipuleggja að fulltrúi Santana hótelsins í St Paul´s flóa á norð-austurhluta Möltu, myndi sækja evrópskan starfsdag í Tékklandi og var það hluti af áætlun sem miðaði að því að ná enn betur til evrópskra atvinnuleitenda.

EURES á Möltu er einnig að skapa tækifæri fyrir maltneska starfsmenn með því að fá evrópska atvinnuveitendur á starfsdaga á eyjunni. Viðburður sem mun verða haldinn 14. og 15. maí hefur það að markmiði að koma saman atvinnuveitendum frá ýmsum starfsgreinum til eyjarinnar. Fyrirtækjum er boðinn bás á viðburðinum án endurgjalds, að auglýsa í innlendum fjölmiðlum, og frítt húsnæði með þjónustu - sem og aðgang að afar hæfum maltneskum umsækjendum!

Auk viðburða og forvals á umsækjendum, vinnur EURES á Möltu einnig í því að koma til móts við atvinnuveitendur sem óska eftir því að ráða stóran hóp starfsfólks. Þegar svissneska flugumsjónarfyrirtækið SR Technics kom á fót maltneskri einingu sem krafðist 350 starfsmanna, höfðu þeir samstarf við ETC og EURES á Möltu til að auglýsa störfin, sjá um forvalið og, í þessu tilviki, sjá um viðtölin og velja úr hópi umsækjenda. Þetta er sú þjónusta sem okkur þykir gaman að bjóða atvinnuveitendum og við búumst við að auka slíka þjónustu enn frekar. Þetta virðist hafa verið afar jákvæð reynsla fyrir fyrirtækin sem hafa starfað með okkur, segir maltneski EURES framkvæmdastjórinn Raphael Scerri.

Það virðist því vera mikill ávinningur sem fæst með samvinnu við EURES; EURES starfsliðið á Möltu hefur nóg að gera við að ná til eins margra atvinnuveitenda og mögulegt er.

Frekari upplýsingar er að finna á:
Eures.etc@gov.mt

« Til baka