Fréttir á vefsíðunni


Fyrstu skrefin eftir útskrift

Eftir að hafa lokið námi sínu, ákváðu hin nýútskrifuðu Agne og Remigijus frá Klaipeda, Litháen, að þau myndu vilja öðlast atvinnureynslu í ríki þar sem þau gætu aukið við tungumálakunnáttu sína og fengið góð laun. Þegar Agne var að vafra um netið, rakst hún á EURES og ákvað að hafa samband við EURES ráðgjafa í sínu umdæmi, Margarita Mankute. Skömmu síðar hófu Agne og Remigijus nýtt ævintýri í Noregi, þar sem þau vinna fyrir ræstingarfyrirtæki á skíðasvæði í Hemsedal, um það bil 230 km frá Osló.

Agne og Remigijus höfðu þá þegar ákveðið að leita að atvinnu í Noregi þegar þó fóru að hitta Margarita. Vegna efnahagslegs stöðugleika landsins og hárra launa, svo ekki sé minnst á fegurð landsins, var þetta auðvalinn áfangastaður. Á fundinum lét Margarita þau fá upplýsingar um búsetu og atvinnu í Noregi, og útskýrði fyrir þeim hvernig best væri að útbúa ferilskrá og gera kynningarbréf.

Margarita segir að Norðurlöndin séu mjög vinsæl meðal ungra Litháa sem vilja dvelja erlendis: “Fyrir framhaldsnám, þá er Finnland mjög ákjósanlegur kostur vegna hágæða menntunar og vegna námskeiða sem kennd eru á ensku; fyrir atvinnu þá er Noregur afar vinsæll vegna hagstæðra aðstæðna”. Sökum þessa var Margarita vön að veita upplýsingar um þessi lönd og gat gefið parinu lista yfir mögulega atvinnuveitendur í Noregi sem hún hafði komist í samband við.

Eftir að hafa leitað að starfi í skamman tíma, fengu Agne og Remigijus atvinnutilboð frá núverandi atvinnurekanda sínum, fyrirtæki sem sér um ræstingar á skíðasvæði í Hemsedal. Parið fór til Margarita með atvinnutilboðið, sem þá sendi nánari upplýsingar til norsks EURES samstarfsmanns til að staðfesta tilboðið. Allt leit vel út og því tók parið tilboðinu og fór að undirbúa sig undir búferlaflutningana - þar á meðal að taka norskunámskeið áður en þau lögðu af stað.

Þetta reyndist vera fullkomið tækifæri; það hefur gefið þeim tækifæri til að öðlast reynslu á óskastað sínum sem og að bæta tungumálakunnáttu sína. Þetta veitir jafnframt tækifæri til að vinna inn og spara pening - þetta er sérstaklega mikilvægt fyrir Agne, sem útskrifaðist frá Vytautas Magnus University í Kaunas, og mun ljúka mastersnámi í lögum þegar hún snýr aftur til Litháen. Eins og er, ætla þau að vera áfram hjá núverandi atvinnuveitanda sínum þar til skíðatímabilinu lýkur í júní. Bæði Agne og Remigijus hafa aðlagast norsku samfélagi auðveldlega: “Þetta er fallegt land með vingjarnlegu fólki – við höfum ekki átt í neinum vandræðum með að aðlagast!” segir Agne. Þau eru ákveðin að aðlagast jafnvel enn betur norskri menningu með því að kenna sjálfum sér norsku.

Árangur Agne og Remigijus er mjög hvetjandi miðað við hátt atvinnuleysi ungra Litháa. Margarita segist hitta marga unga atvinnuleitendur sem eru að leita að tækifærum erlendis, og vill endilega aðstoða þá eftir bestu getu. “Ég útvega fólki fyrst og fremst upplýsingar um árstíðabundna vinnu sem vill prófa að búa erlendis en veit ekki hversu lengi það vill vera í burtu, og upplýsingar um námsmöguleika í öðrum Evrópuríkjum fyrir þá sem vilja auka við menntun sína. Þeir atvinnuleitendur sem ég venjulega hitti eru almennt með góða enskukunnáttu svo að tungumálaörðuleikar eru ekki hindrun”. Margarita eyðir töluverðum tíma í að heimsækja æðri menntastofnanir og framhaldsskóla, til að kynna upplýsingar um færanleika, tækifæri annars staðar í Evrópu og hvernig EURES getur aðstoðað unga atvinnuleitendur.

Því ætti allt ungt fólk, eins og Ange og Remigijus, sem er að íhuga sín næstu skref eftir útskrift að byrja á því að hafa samband við EURES ráðgjafa í sínu umdæmi.

« Til baka