Fréttir á vefsíðunni


Ávinningur árstíðarbundins starfs!

Árstíðarbundið starf er frábær leið til að kynnast nýju landi, sökkva sér í aðra menningu, og eignast nýja vini, án þess að þurfa að gangast undir bindandi langtímasamning. Slíkt starf var fullkomið fyrir Renötu Stumberger, 30 ára frá Slóvaníu sem vinnur í landbúnaði. Renötu langaði til að skipta um umhverfi og kynnast menningu annars Evrópuríkis, en vildi ekki til að búa erlendis til lengri tíma.

Það fyrsta sem Renata gerði var að fara á vinnumiðlun í sínu hverfi til að athuga möguleika sína á að finna tímabundið starf erlendis. Starfsfólkið var hjálpsamt og bentu henni á næsta EURES ráðgjafa Mirica Zver, sem leiðbeindi Renötu varðandi hina ýmsu möguleika sem stóðu henni til boða, sýndi henni ákveðin störf, og benti henni á lönd þar sem margir aðrir Slóvenar starfa. Mirica aðstoðaði síðan Renötu við að skrá sig á dönsku heimasíðunni www.seasonalwork.dk – síða sem er sérstaklega ætluð þeim sem eru í leit að árstíðarbundnu starfi í Danmörku. Mirica benti Renötu einnig á myndband með frekari upplýsingum um árstíðarbundin landbúnaðarstörf í Danmörku, sem hægt er að nálgast á seasonalwork.dk heimasíðunni. Renata átti ekki í erfiðleikum með sjá að þetta myndi vera ákjósanlegast fyrir hana, einkum þar sem mikið er um ræktað land í Danmörku og það myndi auðvelda henni að finna starf í landbúnaði.

Fljótlega eftir að hafa skráð sig á www.seasonalwork.dk, var Renata valin til að vinna á Troldebakkens Frugtplantage (Goblin’s Hill Orchard), frá 1. júní til 15. júlí, 2009. Troldebakken Frugtplantage býlið býr yfir 38 hekturum af jarðarberjum og einhverjum fleiri hekturum af eplum. Á ári hverju, þegar mest er að gera, þarf um 180 einstaklinga til að tína jarðarber og setja niður fræ.

Mirica gat með þessum hætti hjálpað henni að skilja starfssamninginn og aðstoðað hana við að komast í samband við tilvonandi atvinnuveitanda til að útskýra nokkur skipulagsatriði. “EURES ráðgjafinn minn stóð sig frábærlega í að fullvissa mig um ágæti þess að búa og starfa erlendis” segir Renata.

Þótt Renötu hafi þótt starfið erfitt, þá segir hún að möguleikarnir á að vinna sér inn pening séu mun meiri í Danmörku en í Slóvaníu. Hins vegar sé mun dýrara að búa í Danmörku og því þurfti Renata að lifa látlausu lífi til að spara.

Þrátt fyrir að Renata væri langt frá heimahögunum, leið henni vel í vinnunni og að búa með starfsfólkinu á býlinu. Hún eignaðist góða vini þar sem flest var gert saman, allt frá því að fara út í búð að versla í matinn til göngutúra meðfram ströndinni. Þegar hún lítur til baka til tímans sem hún eyddi erlendis, telur Renata að sú ákvörðun að fara erlendis til að ferðast og vinna hafi sannarlega verið ævintýri þar sem það hefur víkkað sjóndeildarhring hennar og veitt henni dýpri skilning á menningu annarra Evrópuríkja. "Það var frábær reynsla að starfa í Danmörku og þeir Danir sem ég kynntist voru mjög opnir og vingjarnlegir. Ég eignaðist nýja vini frá ýmsum löndum og ég er enn í sambandi við marga þeirra."

“EURES ráðgjafinn minn veitti mér mikla aðstoð við að finna starf erlendis og ég myndi ráðleggja hverjum þeim sem er að leita sér að starfi erlendis að hafa samband við næsta EURES ráðgjafa. Sú aðstoð og þær upplýsingar sem ég fékk voru ómetanlegar

« Til baka