Fréttir á vefsíðunni


„85% af starfsliði okkar var ráðið með milligöngu EURES!”

CD Publicité Lux er lúxemborgsk umboðsstofa sem sérhæfir sig í söluviðburðum og kynningu nýrra afurða fyrir almenningi. Starfsemin getur falið í sér allt frá einföldum kynningum til þess að skipuleggja próf á vörum eða smakkanir með þátttöku almennings. Því er augljóslega þörf á áhugasömu, kraftmiklu og félagslyndu starfsfólki til að selja vörurnar á árangursríkan hátt.

Þegar Dominique Amodeo og Carmen Torres stofnuðu CD Publicité Lux árið 2002 stóðu þau frammi fyrir þeim vanda að finna bæði hentuga umsækjendur og umsækjendur sem væru reiðubúnir til að vinna tvo daga á viku auk tilfallandi helgarvinnu og við söluviðburði, þar sem slíkt var nauðsynlegt í starfinu. Þau leituðu því til EURES til að færa leitina út fyrir heimaland sitt, og í útlöndum fannst fjöldi fólks sem hafði áhuga á störfunum sem voru í boði.

Samstarfið við EURES hófst þegar Dominique og Carmen heimsóttu útibú opinberu frönsku atvinnumiðlunarinnar Pôle Emploi í sínu nágrenni. „Þar sem við áttum í erfiðleikum með að finna hentuga umsækjendur fórum við í miðlunina og hittum þar EURES ráðgjafann Eric Barthélémy – sem til þessa dags er enn tengiliður okkar við EURES”, segir Dominique. „Við útskýrðum aðstæður okkar fyrir honum, þ.m.t. kröfur okkar um hæfni og menntun okkar, og hvað við höfðum að bjóða starfsfólki okkar. Eric skildi þarfir okkar glögglega og skipulagði afar árangursríkan kynningardag. Á þeim degi gátum við kynnt CD Publicité Lux fyrir hópi áhugasams fólks. Eric var til taks til að svara spurningum um hreyfanleika yfir landamæri frá fólki sem hafði áhuga á að halda áfram að búa í öðru landi en vinna fyrir okkur í Lúxemborg.” Umsækjendur sem enn höfðu áhuga að kynningunni lokinni voru hvattir til að senda ferilskrár sínar til Dominique og Carmen, sem síðan hófu ráðningarferlið.

Hinn mikli fjöldi ferilskráa sem Carmen og Dominique fengu eftir kynningardaginn gerði þeim ljóst að einkum voru það frakkar sem höfðu áhuga á að starfa hjá þeim í Lúxemborg. „Þetta starf er afar hentugt þeim sem þurfa á sveigjanleika að halda, t.d. foreldrum, vegna breytilega vinnutímans”.

Dominique útskýrir það á eftirfarandi hátt: „Það eru allnokkrir þjóðfélagshópar sem gætu haft áhuga á að starfa í hlutastarfi – foreldrar, eftirlaunaþegar, jafnvel bændur. Fyrir þá var staða hjá CD Publicité afbragðsgóður kostur”.

Dominique og Carmen voru svo ánægð með fyrsta samstarf sitt við EURES að þau ákváðu að halda áfram náinni samvinnu við samtökin, og Eric skipuleggur enn ráðningarferli eftir þörfum fyrirtækisins. Augljóslega var þetta samstarf sem kom báðum aðilum til góða. Eins og Dominique segir, „við erum afar ánægð með samstarf okkar við EURES. Einkum var gagnlegt að hafa sama ráðgjafann allt frá upphafi til að fylgjast með framvindu fyrirtækis okkar. Eric skilur þarfir okkar og veit hvernig á að finna fullkomna umsækjendur í teymið okkar”.

« Til baka