Fréttir á vefsíðunni


Leonardo, EURES og ég: fullkomið samstarf

Julia Rozet, 28, frá Bordeaux, Frakklandi fór á evrópskan Starfsdag árið 2007, án skýrrar hugmyndar eftir hverju hún leitaði. Hún sóttist eftir tækifæri til að búa í nýrri menningu með ólíku vinnuumhverfi. Hún hafði alltaf verið spennt fyrir spænskri menningu, þannig að þegar hún heyrði af Leonardo da Vinci verkefni í miðstöð menningarrannsókna í Sevilla, Spáni, virtist það fullkomið. Leonardo áætlunin var stofnsett af Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins til stuðnings við alþjóðleg tækifæri á sviði starfsþjálfunar; verkefni frá frumkvæðum smáfyrirtækja til reksturs alþjóðlegra fjölstofnana.

Með meistaragráðu í kynningu á arfleið og staðbundinni þróun, og þriggja ára vinnureynslu, passaði hún vel við lýsinguna, og sótti fljótt um- sem reyndist árangursríkt. ,,Þegar mér var boðið þetta tækifæri, þá greip ég það með báðum höndum”, segir Julia. ,,Ég held að ég hafi verið valin út frá akademískum og atvinnu bakgrunni mínum annars vegar og einnig út af sveigjanleika mínum: Ég er fljóta að aðlagast nýjum aðstæðum og var tilbúin fyrir nýja og ólíka áskorun.”

Julia bjó í Sevilla út af Leonardo verkefninu milli janúar og maí 2008, en ævintýrið stoppaði ekki þar! Hún snéri aftur til Spánar í júní til að leita að varanlegri vinnu og var boðið nýtt verkefni hjá fyrirtækinu sem hún vann áður hjá. Julia mun vinna þar með liðinu þar fram að enda nóvember að rannsaka arfleið iðnaðar í Andalúsíu, ásamt því að vinna að sérstökum verkefnum í sumum safna Sevilla.

Til dæmis er hún núna að vinna að verkefni fyrir börn, í fornleifafræðisöfnum, við að kenna þeim um lífið á tímum Rómarveldisins með því tengja þau við fornleifafræðilega hluti hversdagslífsins. ,,Ekki allir myndu vilja vera í mínum aðstæðum, með því að vera alltaf á skammtíma samningum, en ég virkilega nýt minnar vinnu- og hún á vel við mig, á meðan ég ákveð hvað ég vil að mitt næsta starfsskref verði”. Hvað sem hún ákveður, er hún harðákveðinn að hún vilji vera áfram á Spáni og hún veit að EURES ráðgjafi hennar, Catherine Galharret, er til staðar að hjálpa með sérhverja spurningu sem hún gæti haft.

Sevilla hefur veitt Julia margbreytilega reynslu: ásamt áhugaverðri vinnu hefur hún komist í tengsl við áhrifamikla staðarmenningu og á góðar minningar af því að taka þátt í La Feria de Sevilla í þjóðbúning sem og að læra að dansa ‘sevillanas’. Hún hefur einnig haft tækifæri til að bæta spænskuna sína og eignast mikið að vinum víðs vegar úr heiminum. ,,Ég lærði spænsku í skóla og ég held að ég verið heilluð af menningunni áður en ég nokkurntíman íhugaði að búa hérna. Árið 2007 tók ég þátt í tungumálaáfanga hjá Cervantes stofnunni sem veitti mér góðan grunn fyrir komu mína."

,,En þetta er bara mín saga; kannski mun það hvetja aðra til að kynnast þessu að eigin raun. Allir hafa ólíkar vonir og ótta um svona miklar breytingar, en ég er mjög glöð að ég tók þetta tækifæri - það fór fram úr vonum mínum, sem voru nú þegar háar.”

« Til baka