Fréttir á vefsíðunni


EURAXESS – Stuðningur við rannsóknir í Evrópu

EURAXESS er tenglanet rúmlega 200 miðstöðva í 35 Evrópulöndum og hefur allt sem þarf til að hjálpa vísindamönnum og fjölskyldum þeirra á öllum stigum þess ferlis að flytja til annars lands, alveg frá því undirbúnngur hefst í heimalandinu og þar til fjölskyldan er búin að koma sér upp nýju heimili í nýja landinu. EURAXESS stefnir einnig að því að hefja stuðning við rannsóknarstofnanir.

Ég er vísindamaður í Evrópu: Hvaða gagn hef ég af þessu?

Þjónusta okkar er ókeypis og er lögðuð að þörfum hvers og eins; við veitum fullkomnar og uppfærðar upplýsingar um lausar stöður og möguleika á styrkum á öllum sviðum í allri Evrópu. Við erum einnig fyrstu aðilarnir sem þú ættir að hafa samband við ef þú þarft ráðleggingar í tengslum við réttindi, eða þarft að fræðast um rannsóknarstofnanir og styrki. Við höfum ennfremur margskonar tengingar sem gagnast bæði fyrir og eftir flutninga milli landa.

Gestir á vefsvæði okkar (sem er ennþá einungis á ensku) geta komið ferlisskrám sínum á framfæri á netinu og farið strax að leita að lausum stöðum við háskóla og háskólastofnanir, hjá rannsóknarstofnunum í einkageiranum og hjá hinu opinbera, innan og utan ESB. Þú getur einnig fengið beinan aðgang að vinnumiðlunar-vefgáttum í 35 aðildarlöndum, en þar er hægt að fá upplýsingar bæði um rannsóknarstöður og mögulega styrki svo og um persónumiðaða þjónustu í hverju landi fyrir sig – auðvelt og einfalt samband við hvorki meira né minna en 3.000 rannsóknarstofnir.

Auk þess veitir EURAXESS ráð og leiðbeiningar um hluti eins og vegabréfsáritanir og atvinnuleyfi, húsnæði, lagaleg atriði, almannatryggingar, heilbrigðisþjónustu og skatta, stuðning við fjölskyldur og tungumálakennslu – og þannig mætti lengi telja. Við þetta bætist að ef svör fást ekki samstundis er hægt að snúa sér til næsta EURAXESS þjónustuvers og fá þar samband við ráðgjafa í heimalandi þínu (þessi þjónusta nær einnig til landa utan ESB, eins og t.d. FYR Makedóníu og Tyrklands.)


Síðast en ekki síst: EURAXESS býður einnig upp á tengslanetstól fyrir evrópska vísindamenn sem næt til alls heimsins, sem nefnist EURAXESS-Links. Þar er hægt að fræðast um viðburði á tenglanetum, taka þátt í umræðum á netinu og fylgjast með öllu því nýjasta. Aðild er ókeypis.


Ég er að leita að evrópskum vísindamönnum: Hvaða hjálp getið þið veitt?


EURAXESS býður öllum rannsóknarstofnunum að birta upplýsingar um lausar stöður á vefsvæðinu. Í gagnagrunni fyrir ferilsskrár vísindamanna eru nú meira en 11.000 skrár, sem uppfærðar eru reglulega. Það er því besti staðurinn til að hefja leitina.

Stofnunum eru hér með boðið að skrifa undir gæðatryggingar-yfirlýsingu, en það er skjal sem ekki fylgja neinar lagalegar skuldbindingar, þar sem þær lýsa yfir því að þær fallist á að veita vefgáttinni áreiðanlegar upplýsingar sem uppfærðar eru reglulega. Þannig stuðla þær að því að upplýsingar okkar um lausar stöður séu ávallt víðtækar og öruggar.

« Til baka