Fréttir á vefsíðunni


Leonardo – verknám í Evrópu

Ertu að íhuga að flytja og starfa erlendis, en hefur áhyggjur af því hvernig muni ganga? Tungumálaerfiðleikar og hræðslan við að fjarlægjast vini og vandamenn eru nefndar sem helstu ástæður fyrir óhreyfanleika. En önnur hindrun er oft skortur á sérmenntun og hæfni sem til þarf til að koma sér áfram á erlendum vinnumarkaði. Til allrar lukka er hjálp við höndina – lestu meira til að sjá hversu mikinn stuðning þú gætir fengið.

1995 setti Evrópusambandið af stað Leonardo Da Vinci verkefninu (Leonardo er stytting – vefsíðan er fáanleg á ensku, frönsku og þýsku). Leonardo einblínir á þarfir þeirra sem eru í fagnámi eða -þjálfun – bæði þeim sem kenna og þeim sem læra – og stefnir á að hjálpa íbúum Evrópu að komast yfir nýja hæfileika, þekkingu og réttindi.

Hver getur sótt um?

Ef þú ert nýr eða núverandi fagnemi, eða ert nú þegar vel settur á vinnumarkaðnum (t.d. stúdent, launþegi, sjálfstætt starfandi eða atvinnuleitandi), fagmaður sem er virkur í fagnámi eða -þjálfun, eða ert málsvari stofnunar á sviði fagnáms, þá gæti Leonardo verið fyrir þig. Verkefnið styrkir vítt svið verka, þ. á m. áætlanir um hreyfanleika vinnuafls – að minnsta kosti 60% af fjármagni verkefnisins fer í atburði tengda hreyfanleika. Fjöldi lærlinga á sviði hreyfanleika, til dæmis, hækkaði frá 2000 til 2006 úr 36.000 yfir í 81.500.

Hversu lengi get ég haldið áfram?

Nemar í fagnámi geta dvalið í öðru aðildarríki ESB á milli tveggja og 39 vikna. Millilandastöður innan fyrirtækja og þjálfunarstofnana fyrir fólk á vinnumarkaðnum geta dvalið á milli tveggja og 26 vikna. Kennarar og þjálfarar geta dvalið erlendis í allt að sex vikur til að læra hjá aðilum í öðru ríki.

Hvernig sæki ég um?

Ef þú vilt taka þátt í verkefninu sem nemi (hvort sem þú hefur unnið áður eða ei), þá þarftu að tala við milliliða í þínu aðildarríki (t.d. háskóla eða annarri menntastofnun). Þú getur séð hvaða stofnanir í þínu landi taka þátt í Leonardo verkefninu á National Agencies ("opinberar stofnanir") á vefsíðu framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins. Þessar stofnanir ættu að geta gefið þér upplýsingar um umsóknarferlið, um styrki og þau verkefni sem geta verið góðar æfingar fyrir hugsanlega umsækjendur. Þú ættir að kíkja á Guide for Applicants (Individuals) (leiðbeiningar fyrir umsækjendur (einstaklinga), sem er fullt af gagnlegum upplýsingum fyrir fólk í öllum kringumstæðum.

Ef þú ert stofnun sem vilt senda einstaklinga út í þjálfun eða hefur áhuga á að taka á móti nemum, þá geturðu fengið fjármagnsstyrk fyrir vissum stjórnunarverkefnum, undirbúning þátttakanda (fyrir kennslu, menningu og tungumálanám), og flutning þeirra og uppihald. Kíktu á Guide for Applicants (Organisations) (leiðbeiningar fyrir umsækjendur (stofnanir)), sem bíður ráðgjöf fyrir allskyns stofnanir sem vilja senda eða taka á móti nemum.

"Við erum sérstaklega að leita eftir fyrirtækjum með áhuga á að starfrækja Leonardo verkefnið," segir Erna Kerschbaum, sem er ábyrg fyrir Leonardo verkefnin tengd hreyfanleika vinnuafls hjá opinberri stofnun Austurríkis Österreichischer Austauschdienst. "Menntunarstofnanir og -félög hafa orðið algengir félagar, en enn hefur ekki tekist að sannfæra einkageirann um ávinningana af Leonardo og þeirra verkefnum.

« Til baka