Fréttir á vefsíðunni


Leonardo að verki á Spáni

Við fyrstu heimsókn hins 28-ára gamla Silvio Fugazza á EURES skrifstofuna í heimabæ hans Pavia á Ítalíu óraði honum ekki fyrir hvaða áhrif hún myndi hafa á líf hans. Sem nýútskrifaður laganemi var Silvio farinn að hugsa alvarlega um framtíð sína. Enda þótt honum mislíkaði ekki námsefnið og væri góður nemandi, gerði hann sér grein fyrir því að starf á lögfræðisviði myndi ekki henta honum. Þess í stað ákvað hann að hlýða kalli helstu ástríðu sinnar og leita fyrir sér um starf á sviði mannúðarmála.
 
Eftir að hafa rætt við Aurora Scalora, EURES ráðgjafann í Pavia, um áhuga sinn á því sviði þá taldi Silvio að 'Leonardo da Vinci' verkefni Evrópusambandsins sem byggir á alþjóðlegri samvinnu væri nákvæmlega það sem honum hentaði. Aurora kom Silvio í samband við skipuleggjanda verkefnisins, sem gaf honum nánari upplýsingar um ýmis atriði, m.a. það langmikilvægasta sem var listi yfir hugsanlega áfangastaði. Silvio varð meðtekinn af Spáni, en það land hafði alltaf heillað hann jafnvel þótt hann þekkti takmarkað til þess. Silvio var nokkra daga í þjálfun en hélt síðan ótrauður áleiðis til Seville.
 
Við komuna þangað kynntu ‘Leonardo da Vinci’ skipuleggjendur og EURES ráðgjafinn í Seville fyrir honum ýmsa valkosti varðandi laus störf. Starfsnám við  ADIMA  (Andalúsísk samtök um barnavernd og forvarnir gegn barnaníði), sem vinnur með Virgen del Rocìo sjúkrahúsinu, vakti þegar athygli hans. Fyrir bragðið fékk Silvio tækifæri til að starfa í beinum tengslum við börn á sjúkrahúsum og gat líka veitt þeim kærkomna tilbreytingu með upptroðslu sem galdramaður. Viðleitni hans var mjög vel heppnuð: börnin dáðust að galdrabrögðum hans og báðu sífellt um fleiri. „Þetta er frábærasta lífsreynsla mín til þessa!” segir Silvio okkur. „Heil bók myndi ekki nægja til að lýsa þeirri dásamlegu tilfinningu sem fylgdi starfi mínu á sjúkrahúsinu. Loksins var ég að hjálpa öðrum og það á ég EURES og 'Leonardo da Vinci' verkefninu að þakka.”
 
Silvio tók spænskutíma á hverjum degi fyrsta dvalarmánuðinn og gat lært tungumálið mjög fljótt þar sem hann átti í daglegum samskiptum við börn. ‘Leonardo da Vinci’ verkefnið útvegaði honum íbúð í Triana, sem er afar líflegt hverfi í hjarta Seville, þar sem Silvio eignaðist marga vini og skráði sig jafnvel í danstíma.
 
Það er ekki orðum aukið að segja fimm-mánaða reynslu Silvios í Seville hafa breytt lífi hans. Þegar hann kom aftur til Ítalíu ákvað þessi ungi maður að sækja um aðgang að meistaranámi i alþjóðlegum samvinnu- og þróunarmálum við hinn virta Kaþólska háskóla í Mílan. „Ég verð að þakka EURES, og einkum Aurora Scalora, fyrir að hjálpa mér að vinna eitthvað raunhæft úr fjölmörgum hugmyndum mínum,” segir Silvio með áherslu. „Ég vil halda áfram að starfa með þurfandi börnum og býst við að leita aftur til EURES varðandi frekari starfsmöguleika erlendis eins fljótt og ég get.” 
 
Nánari upplýsingar um Leonardo da Vinci verkefnið er að finna á
http://ec.europa.eu/education/programmes/llp/national_en.html

« Til baka