Fréttir á vefsíðunni


Finnsk ferð: Þegar aldur og reynsla er kostur

Að finna vinnu í heimalandinu þegar maður er kominn á fimmtugsaldur getur stundum verið erfitt. Svo því ekki að fara skrefi lengra, víkka leitina og athuga með vinnu erlendis? Að takast á við þess háttar ævintýri gæti betur tryggt framtíð fjölskyldunnar sem bíður heima, boðið upp á ýmsa möguleika við að nýta færni sína í nýju atvinnuumhverfi og, á sama tíma, víkkað sjóndeildarhringinn, bæði persónulega og menningarlega. Þetta var niðurstaðan sem Mirosław Koziołek komst að þegar hann ákvað að fara frá Póllandi til Finnlands, til að hjálpa börnunum sínum til að halda áfram námi.

„Í Finnlandi er skortur á vinnuafli mikill á sumum sviðum iðnaðar, byggingaiðnaðar og þjónustu þar sem mikil aukning hefur orðið á atvinnumöguleikum hér á tímabilinu 2006-2007,” segir Hanna Luoma, upplýsingafulltrúi finnsku atvinnumálastofnunarinnar. Þegar haft er í huga að þetta skandinavíska land er eitt það dreifbýlasta í Evrópu er auðvelt að skilja hvers vegna sum fyrirtæki lenda í erfiðleikum þegar kemur að því að finna og ráða nýtt fólk.

Sorvaamo Ruuska Oy er finnskt fyrirtæki virkt í málmtækniiðnaðargeiranum sem staðsett er í bænum Leivonmäki. 2,8 íbúar á hvern ferkílómetra er íbúafjöldi sem er nærri 40 sinnum lægri en evrópumeðaltalið sem er 112 íbúar á hvern ferkílómetra. Eftir þó nokkrar árangurslausar tilraunir við að ráða fólk í Finnlandi ákvað fyrirtækið að leita út fyrir landsteinana og setti markið á erlent vinnuafl í atvinnuleit sem væri með reynslu og hafði samband við EURES til að aðstoða þá við að ná þessu markmiði.

Á sama tíma í Póllandi ákvað hinn 44 ára gamli vélarstillir Miroslaw Koziolek – sem kemur upprunalega frá Rybarzowice -- að leita að vinnu erlendis í til að sjá fyrir fjölskyldu sinni fjárhagslega. Þegar hann varð atvinnulaus, eftir að hafa unnið í stuttan tíma á Suður Ítalíu, hafði hann samband við skrifstofu EURES í Póllandi til að finna laus störf erlendis. Hann fann þó nokkur laus störf í Finnlandi og ákvað að láta reyna á gæfuna. „Ég hélt að aldur minn væri hindrun, og einnig það að ég talaði alls enga finnsku, en þar sem þetta var eini valkosturinn í stöðunni á þeim tíma vildi ég ekki missa af því,” rifjar Miroslaw upp. Í Finnlandi fékk EURES ráðgjafinn Mari Turunen umsókn hans og sendi hana til Sorvaamo Ruuska Oy sem var að leita að starfskrafti með samskonar starfslýsingu. „Þegar Ruuska, framtíðarvinnuveitandi minn, heyrði frá EURES að Pólverji í atvinnuleit hefði áhuga á starfinu sem laust var hjá fyrirtækinu, hafði hann samband við pólskan nágranna sinn til að hjálpa honum við að eiga í samskiptum við mig. Innan nokkurra vikna, hafði ég þegið starfið, flogið til Finnlands og þeir biðu báðir eftir mér á flugvellinum,” útskýrir Miroslaw, sem metur greinilega það traust og þann stuðning sem Ruuska sýnir honum.

„Við höfðum áhyggjur af því að hann myndi eiga í samskiptaerfiðleikum innan hópsins síns, svo við vorum í sambandi við hann og vinnuveitanda hans og vorum yfirmáta ánægð með að sjá að hann hafði samlagast mjög vel, og notaði oft táknmál í byrjun," segir Hanna Lourna.

„Ég er byrjaður í finnskutímum og samstarfsmenn mínir gera allt sem þeir geta til að hjálpa mér að ná árangri. Ég hef einnig uppgötvað meira um Finnland þökk sé hópnum og Ruuska í reglulegum veiðiferðum og gufuböðum okkar,” segir Miroslaw af miklum áhuga. „Ég er mjög ánægður með val mitt um að koma hingað og draumur minn núna er að koma allri fjölskyldunni hingað til að heimsækja mig. Dóttir mín er að læra læknisfræði í Póllandi og sonur minn er enn í gagnfræðaskóla. Þau langar að halda áfram í námi í Póllandi og ég mun gera mitt besta til að hjálpa þeim.”

Þegar hann hefur náð þessum markmiðum sínum ætlar Miroslaw að fara aftur til Póllands. Hinsvegar mun hann svo sannarlega taka smá hluta af Finnlandi heim með sér: „Ég gæti ekki lifað án gufubaðs núna og ég mun alveg örugglega þurfa að byggja eitt slíkt heima í Póllandi," segir hann eftir að hafa aðeins verið nokkra mánuði í Finnlandi.

« Til baka