Fréttir á vefsíðunni


Aðgerðaráætlun um hreyfanleika vinnuafls hjálpar fólki á faraldsfæti

Það er nauðsynlegt að fá aðila sem hafa hagsmuni af hreyfanleika til þess að vinna saman til þess að ráða betur við það að brjóta múra sem hindra hreyfanleika. Landamærasamstarf EURES í Meuse-Rijn, sem er á milli Þýskalands, Frakklands og Hollands, er dæmi um góðan árangur. Samstarfið á að miðla málum atvinnumiðlana, stéttarfélaga, verslunarráða, ráðgjafaþjónusta sem aðstoða fólk sem þarf að fara yfir landamæri til vinnu og fulltrúa bæjarfélaganna í öllum þremur nágrannalöndunum. Kostir samstarfsins eru meðal annars betri og hnitmiðaðri upplýsingagjöf til atvinnuleitenda og vinnuveitenda sem og stöðug viðleitni allra samstarfsaðila að einfalda stjórnsýsluferli og vinna gegn öðrum hindrunum við hreyfanleika.

Til þess að hvetja til slíks samstarfs og annarra aðgerða sem miða að því að draga úr hindrunum gegn hreyfanleika sem eru á vegi atvinnuleitenda, verkafólks og vinnuveitenda lagði framkvæmdastjórn Evrópubandalaganna fram evrópsku Aðgerðaráætlunina um hreyfanleika vinnuafls í desember 2007 sem gildir til ársins 2010.

Evrópubúar eru ekki enn vissir um að ávinningur af hreyfanleika sé mögulegur og auk þess halda þeir áfram að takast á við raunverulegar sem og lagalegar og stjórnsýslulegar hindranir. Til dæmis þurfa þeir að takast á við hátt leiguverð og lélegt framboð af húsnæði, erfiðleika fyrir maka og félaga að fá vinnu, skort á upplýsingum um flutning lífeyris, tungumálaerfiðleika og erfiðleika við að fá hæfni sína metna í útlöndum.

„Hreyfanleiki verkafólks er hvort tveggja grundvallarréttindi borgara ESB og lykilatriði fyrir þróun evrópsks vinnumarkaðs. Hreyfanleiki auðveldar verkafólki að finna réttu vinnuna, hann kemur í veg fyrir flöskuhálsa á vinnumarkaðnum og gefur fólki kost á að finna betri vinnu.“ segir Vladimir Špidla framkvæmdastjóri ESB á sviði atvinnumála. Hinsvegar helst hreyfanleikastigið frekar lágt þrátt fyrir að hreyfanleiki vinnuafls hafi smám saman verið að aukast á síðustu árum.

Aðgerðaráætlun framkvæmdastjórnar Evrópubandalaganna hvetur aðildarríki ESB til þess að bæta núverandi lög og stjórnsýsluferli, sérstaklega að samræma almannatryggingar og flutning viðbótarlífeyris. Til dæmis ætlast framkvæmdastjórnin til þess að samræming almannatrygginga verði gerð möguleg á netinu fyrir árið 2009, sem mun auðvelda kynningu á rafrænni útgáfu á evrópska sjúkratryggingakortinu.

Með skipulagningu evrópskra starfsdaga mun almenningur hafa aðgang að atvinnutilboðum frá vinnuveitendum í ESB/EES og Sviss og upplýsingum um möguleika og kosti hreyfanleika vinnuafls.

Framkvæmdastjórn Evrópubandalaganna er sannfærð um mikilvægi og hagkvæmni EURES sem eini viðkomustaðurinn fyrir hreyfanleika vinnuafls í Evrópu og að hlutverk EURES verði eflt. EURES-netið mun halda áfram að bæta þjónustuna og leggja sig sérstaklega fram um ná til ákveðinna markhópa, svo sem langtímaatvinnulausra, ungs verkafólks, eldri verkafólks, kvenna, rannsakenda, sjálfstætt starfandi verkafólks og árstíðarbundins verkafólks.

Aðgerðaráætlunin miðar að því að aðstoða atvinnuleitendur og fjölskyldur þeirra að bæta aðgengi þeirra að fleiri og betri vinnutækifærum. Hún styður einnig vinnuveitendur til ráðningar erlends starfsfólks til þess að vinna betur bug á skorti og flöskuhálsum. Í millitíðinni munu staðar-, svæðis- og landsyfirvöld hagnast á betri samræmingu og einfaldari stjórnsýslu almannatrygginga og lífeyris og munu verða hvött til þess að eiga frumkvæði að því að gera hreyfanleika einfaldari.

« Til baka