Fréttir á vefsíðunni


Ísland – óvenjulegur ákvörðunarstaður

Lettland er eitt af mestu hagvaxtarlöndum Evrópu, en atvinnuleysi er samt enn mikið í sumsstaðar í landinu. Sómasamleg atvinna og menntun eru hlutir sem ekki er auðvelt að verða sér úti um fyrir þá sem búa utan stærstu borganna. Þess vegna fór Vita Strazdinia að heiman þegar hún var 16 ára. Hún flutti til Riga til að læra að verða kennari. Um þá reynslu segir hún: “Þegar ég flutti til Riga byrjaði ég strax í kennaraskólanum en vann á kvöldin í veitingahúsi. Vinnudagurinn var langur og nætursvefninn ekki nema fjórar til fimm klukkustundir. Þetta var náttúrlega gríðarlegt álag, en það var líka merkileg reynsla sem hefur gagnast mér vel, og nú tel ég mig færa í flestan sjó.
 
Þegar Vita var búin með námið ákvað hún að flytja til kærastans síns sem er svíi og starfaði sem byggingaverkamaður á Íslandi. Hún Vita hafði þegar aflað sér starfsreynslu á Norðurlöndu því hún hafði unnið við barnagæslu í Noregi. Hún var því vongóð að sér tækist að finna góða vinnu á Íslandi. Til að bæta enn möguleika sína skráði hún sig á íslenskunámskeið.
 
Þótt hún væri spennt fyrir nýja starfinu, varð hún fyrir vonbrigðum. “Ég fékk vinnu hjá ræstingafyrirtæki en vinnuveitandinn kom illa fram við okkur starfsfólkið því hann skilaði ekki til yfirvaldanna opinberum gjöldum sem hann dró af kaupinu okkar.” Vita áttaði sig ekki á þessum svikum fyrr en seint og um síðir, er hún bað vinnuveitandann um kennitala  kennitöluna sína sem honum bar að útvega henni, því það var á hans ábyrgð að skrá hana. Hann laug því að henni að hann hefði ekki enn haft tíma til að gera það. En þegar Vita bað hann um starfssamning og launaseðil, bar þessi sömu ósannindi á borð fyrir hana, og þá fór hana að gruna margt. Án þess að hún hefði nokkurn stuðning sneri hún sér til skrifstofu EURES til að leita ráða.
 
Valdimar Ólafsson EURES ráðgjafi gekkst samstundis í að útvega henni kennitölu og kom henni í atvinnuviðtal hjá gistiheimilinu Kriunesi í nágrenni Reykjavíkur Reykjavik.. Gistiheimilið hafði þá rétt í því tilkynnt EURES að það vantaði nokkra starfsmenn í móttöku og veitingasal. Tvær helstu kröfurnar voru íslenskukunnátta og starfsreynsla, og vegna þess að Vita hafði unnið áður sem gengilbeina í Riga og þar eð íslenskukunnátta hennar var góð, var hún ein af umsækjendunum sem hrepptu hnossið.
 
Vita segir: “Ég er ennþá í sömu vinnunni og er ánægð með hana.” Hún á reyndar enn í dálitlum erfiðleikum með málið, en það hefur hjálpað henni mikið að hún ákvað á sínum tíma að fara á íslenskunámskeið sem hún hefur haft mikið gagn af og flýtt fyrir því að hún aðlagist íslensku samfélagi. Hún á góð samskipti við fólkið, sem hún vinnur með, og aðra sem hún umgengst því fólkið er vinsamlegt gagnvart útlendingum. Vita fylgist vel með því sem gerist: “Ég les dagblöðin og ef ég skil ekki eitthvað spyr ég samstarfsfólkið. Ég reyni líka að horfa á fréttirnar í sjónvarpinu, því þar er oft auðveldara að skilja samhengið.
 
Vegna þess að EURES kom til hjálpar getur Vita gert áætlanir fyrir framtíðina. “Við, kærastinn minn og ég, erum að safna fyrir húsi í Lettlandi. Launin hér eru há miðað við það sem gerist í Lettlandi, en verð á húsnæði er það einnig. Hins vegar búum við ókeypis í gistiheimilinu og þannig spörum við mikla peninga. Við ætlum heim eftir tvö ár til að hefja okkar eigin atvinnurekstur. Það verður gaman að takast á við það!”

« Til baka