Fréttir á vefsíðunni


Ástfanginn af Dublin

Adriano Parisi er 24 ára gamall Sikileyingur frá Palermo. Þar sem hann er læra flugvirkjun án þess að vera í fullu námi hefur hann möguleika á að þróa önnur áhugamál sem eru fjarri tækniþáttunum í námi hans.

Knúinn áfram af miklum áhuga á bæta enskukunnáttu sína og kynnast öðrum löndum, hafði Adriano árið 2005 samband við EURES-ráðgjafann Gianfranco Badami í Palermo. Hann var alveg viss um hvað hann vildi – að dvelja um tíma í enskumælandi landi og – helst – í fjölþjóðlegu viðskiptaumhverfi. Af tilviljun var EURES-skrifstofan þá að hefja mikilvægt ráðningarverkefni fyrir bílaleigufyrirtækið í Hertz Europe í Dublin

Í fyrsta hluta ráðningarferlisins, í desember 2005, völdu EURES-skrifstofurnar á Sikiley og öðrum hlutum landsins 150 umsækjendur víða að af landinu. Adriano fór spenntur á vinnumálaskrifstofu sikileysku svæðisstjórnarinnar, þar sem hann fór í viðtal og þurfti að standast skriflegt próf. Skömmu síðar valdi EURES 75 atvinnuleitendur til að koma í framhaldsviðtal. Loks var hópi 25 umsækjanda, þar á meðal Adriano, boðinn samningur við Hertz í Dublin.

Að áliti Adrianos var ráðningarferlið “mjög fagmannlegt”. Hann hóf störf hjá Hertz European Service Centre í febrúar 2006 í deild sem sér um þjónustu við viðskiptavini á Ítalíu. Þar sem enskukunnátta hans tók skjótum framförum fór hann innan skamms einnig að sinna írskum og breskum viðskiptavinum.

“Dublin-ævintýrið var dásamlegt,” segir Adrian. “Einkum var það frábært að starfa í svona alþjóðlegu og fjölmenningarlegu umhverfi.” Hann kunni einnig að meta möguleikann á að starfa hjá fjölþjóðlegu fyrirtæki. “Að fræðast um uppbyggingu fyrirtækisins, stefnumál þess og vinnuaðferðir var virkilega uppbyggjandi reynsla.”

Eftir að hafa lokið sex mánaða samningi sínum fyrir Hertz í Dublin fór Adriano aftur til Ítalíu til að ljúka flugvirkjanámi sínu. Áætlanir hans fyrir nánustu framtíð eru að halda áfram ævintýrinu sem hófst í Dublin, að öllum líkindum í einhverju öðru Evrópulandi. Meðal annarra orða, hann mun halda upp á 25 ára afmælið sitt eftir nokkra daga! Til hamingju með afmælið, Adriano!

« Til baka