Fréttir á vefsíðunni


Rétt handan við landamærin

Hnattvæðingin er einn helsti orsakavaldur hinna gríðarlegu breytinga sem nú standa yfir á vinnumörkuðum heimsins. Það er nánast daglegur viðburður að störf sem litlar kröfur gera til kunnáttu og færni, já jafnvel heilar verksmiðjur, flytjast til láglaunalanda. Þessi þróun varð fyrst verulega áberandi seint á níunda áratug síðustu aldar og iðnaður Evrópu hefur tekið óskaplegum stakkaskiptum á þeim árum sem liðin eru síðan þá.

Árið 2004 lokaði franski hjólbarðaframleiðandinn Michelin verksmiðju sinni í borginni Trier í vesturhluta Þýskalands að mestu leyti og flutti starfsemina úr landi. Verksmiðjan hafði framleitt sérstaka þræði fyrir hjólbarðana, en það var einfaldlega orðið of dýrt að halda framleiðslunni áfram í Þýskalandi. Af 285 starfsmönnum héldu einungis 90 vinnunni.

Hans-Jürgen Karthäuser, sem hefur starfað hjá Michelin árum saman var einn þeirra sem missti vinnuna. Hann hefði getað komist á atvinnuleysisbætur, en í staðinn ákvað hann að leita annarra valkosta.

Reynsla af vaktavinnu auðveldaði atvinnuleitina
Á sínum tíma, þegar Hans-Jürgen, sem var menntaður kaupmaður, byrjaði í verksmiðjunni, var hann ekkert sérstaklega hrifinn af verksmiðjuvinnu. Þar á undan hafði hann unnið sem ökukennari hjá þýska hernum, Bundeswehr, og ekið vörubílum í tíu ár. Að lokum kom að því að hann langaði til að vera meira með fjölskyldunni og fór að vinna hjá Michelin.

Seinna, þegar Hans-Jürgen missti vinnuna í hjólbarðaverksmiðjunni, hafði hann samstundis sambandi við EURES tengilinn Bundesagentur für Arbeit í Trier, þar sem kunnátta og starfsreynsla hans var skoðuð vandlega, og brátt var búið að finna handa honum starf hjá Euro-Composites í Luxemborg, sem ekki var langt undan. Þar hefur Hans-Jürgen nú starfað í tvö ár. Í smábænum Echternach framleiðir fyrirtækið margvíslegar léttar einingar fyrir flugvélar og ICA háhraðalestirnar. “Í viðbót við það sem ég kunni fyrir mér í höndunum, fékk ég starfið af því að ég hafði 10 ára reynslu í vaktavinnu”, segir Hans-Jürgen.

Að starfa í Luxembourg
Vinnan í Luxemborg hentar Hans-Jürgen alveg ágætlega. “Lífið hérna er miklu rólegra en í Þýskalandi, og fólkið nær miklu betur saman,” segir hann. “Sambandið við yfirmennina er líka miklu einfaldara og þægilegra”. Hans-Jürgen segir að vera kunni að þessi munur stafi af því að hugsunarháttur fólks í Luxemborg sé öðruvísi en í Þýskalandi, en einnig geti verið að hann stafi af því að fyrirtækin í Luxemborg séu ekki undir eins miklum fjárhaglegum þrýstingi og þýsk fyrirtæki. “Iðgjöld almannatrygginga og þar af leiðandi útgjöld fyrirtækjanna eru miklu lægri en í Þýskalandi,” segir hann að lokum.

Euro-Composites hefur um 600 manns í vinnu og hyggst færa kvíarnar mikið út á næstu árum. Þetta kemur vel fram ef skyggnst er um á heimasíðu stofnunarinnar, www.euro-composites.com. Hin góðu vinnuskilyrði og ánægjulegt samband við samstarfsmenn og stjórnendur, ásamt tækifærum til frekari starfsþjálfunar, hafa sannfært Hans-Jürgen að hann sé á réttri hillu – rétt handan landamæranna.

« Til baka