Fréttir á vefsíðunni


EURES – traustur samstarfsaðili fyrir símaver í Evrópu

Þjónustuver hafa á síðustu árum fengið mikla þýðingu í viðskiptalífinu. Vegna hinnar öru þróunar samskiptatækninnar hefur það færst mjög í vöxt að fyrirtæki ráði sérhæfða aðila til að annast þennan rekstrarþátt fyrir sig. Jafnframt hafa þeir sem stýra starfsmannahaldinu áttað sig á að EURES er best allra í stakk búið til að ráða starfsfólk fyrir þjónustuverin.

Stream International vinnur fyrir fjöldamarga aðila um víða veröld við tæknilega aðstoð og þjónustu við viðskiptavini. Símaver fyrirtækisins veita aðstoða á 13 mismunandi tungumálum og því er stöðug þörf á að ráða nýtt fólk til starfa frá ýmsum löndum. Stream hefur nú flutt höfuðstöðvar sínar í Evrópu til Amsterdam og jafnframt hefur fyrirtækið tekið upp reglulega samvinnu við EURES til að tryggja fullnægjandi aðstreymi hæfra starfsmanna.

Símaverið í Amsterdam, þar sem starfar fólk af mörgum ólíkum þjóðernum, þarf oft að ráða starfsfólk sem hefur helstu tungumál Evrópu að móðurmáli. Til að vinna í þjónustuveri, þurfa svokallaðir Stream starfsmenn að hafa mikla færni í samskiptum, koma vel fyrir í síma og þola mikið álag án þess að verða fyrir streitu. Þeir verða að tala ensku fyrirhafnarlaust og að sjálfsögðu verða þeir að geta tjáð sig kurteislega og greinilega á móðurmáli sínu.

EES atvinnumiðlun er nú orðið sá aðili sem best er að snúa sér til þegar ráða þarf nýtt fólk til starfa í símaverum. “Það er langbest að snúa sér til EURES þegar vantar fólk sem hefur ‘erfið’ tungumál eins og dönsku, norsku, þýsku, frönsku eða ítölsku að móðurmáli” segir Remco Van Til sem starfar við nýráðningar hjá Stream.

Val umsækjenda er venjulega í verkahring EURES ráðgjafa en eftir það eru samþykktar umsóknir sendar áfram. Væntanlegur vinnuveitandi hjálpar hins vegar nýjum starfsmanni þegar hann kemur til landsins, veitir ráð í tengslum við húsnæðismál og ýmislegt er snýr að samskiptum við hið opinbera.

Hvað hæfileikum þarf starfsmaður í þjónustuveri að vera gæddur?

  1. Hann verður að hafa ánægju af að vinna með fólki af mjög mismunandi uppruna.
  2. Hann verður að geta unnið á fjölmenningarlegum vinnustað.
  3. Hann verður að vera skjótráður og úrræðagóður.
  4. Hann verður að hafa áhuga á að læra stöðugt meira og meira.
  5. Hann verður að geta unnið teymisvinnu þar sem hann lærir af öðrum og veitir öðru fólki stuðning, án þess að álagið valdi honum streitu.

 

Írska fyrirtækið GEM er annað gott dæmi um velheppnaða samvinnu EURES tenglanetsins og fyrirtækis sem sérhæfir sig í rekstri þjónustuvera. Símaver fyrirtækisins í Belfast í Norður-Írlandi, veitir hnattvæddum fyrirtækjum sérhannaða þjónustu á mörgum tungumálum. Starfsemin myndi stöðvast ef ekki væri hægt að ráða fólk sem kann fleiri tungumál en eitt. Um það bil 300 af 1000 starfsmönnum hjá GEM eru útlendingar. Fyrirtækið gerir mikið af því að ráða fólk erlendis frá, sem það síðan þjálfar til starfa.

Þetta írska fyrirtæki ræður fólk frá ýmsum Evrópulöndum og leitar mikið til EURES í tengslum við það. “Það sem við kunnum svo vel að meta í sambandi við EURES, sem er jafnframt ástæðan fyrir því að við tökum EURES fram fyrir önnur ráðningarfyrirtæki, er ‘mannlegi þátturinn’ – það færi sem okkur gefst á að komast í beint samband við EURES ráðgjafana á hverjum stað”, segirMarcella McKeever sem er ráðningarstjóri hjá GEM. “EURES fólkið hjálpar okkur mjög mikið þegar við erum að leita að fólki með sérstaka málakunnáttu. Við vinnum fyrir sjö fjöltyngd fyrirtæki og veitum þjónustu á 24 mismunandi tungumálum. Þess vegna er það alltaf svo mikilvægt fyrir okkur hérna í Belfast að hafa aðgang að starfsfólki frá öðrum löndum.” EURES tenglanetið veitir einnig ráðningafólkinu hjá GEM miklar og gagnlegar upplýsingar um vinnumiðlunarsýningar í Evrópu sem það sækir mikið.

 

Nánari upplýsingar

 

STREAM
Remco van Til
Senior Recruiter – Stream
Remco_van_Til@Stream.com
www.stream.com

GEM
Marcella McKeever
Recruitment manager
marcella.mckeever@the-gem.com
http://www.the-gem.com

« Til baka