Fréttir á vefsíðunni


Stuðningur við frjálsa för kvenna í atvinnuskyni milli landa

Vefgáttin AFAEMME Women Mobility Portal

Vefgáttin Women Mobility Portal (www.womenmobility.org) var opnuð í tengslum við dagskrá Jafnréttis og frjálsrar farar í Palma de Mallorca dagana 28 - 30 september 2006. Vefgáttin var að hluta til kostuð af Framkvæmdastjórn Evrópu í sambandi við Evrópskt ár frjálsrar farar verkafólks (2006) og í samvinnu við EURES vefgáttina. Uppsetning vefgáttarinnar var eitt helsta baráttumál AFAEMME, Sambands félaga kvenna í viðskiptalífinu í Miðjarðarhafslöndunum. (www.afaemme.org).

Kynhlutverkafræðingurinn Elizabeth Villagomez, sem var einn helsti hvatamaður þess að gáttin yrði sett upp, sagði að ferðir kvenna milli landa í atvinnuskyni hefðu ekki verið mikið rannsakaðar, og að þær upplýsingar sem til væru (t.d. vefsvæðið MISSOC sem Framkvæmdastjórnin hefði staðið að (http://ec.europa.eu/employment_social/social_protection/missoc_en.htm) - þ.e. Mutual Information System on Social Protection (Gagnkvæmt upplýsingakerfi um almannatryggingar og velferðarmál)) væru ekki alltaf auðfundnar. www.womenmobility.org er í rauninni leitarvél fyrir MISSOC sem finnur réttu upplýsingarnar í hinum gríðarmiklu gagnagrunnum um ferðir verkafólks í atvinnuskyni. Gáttin veitir einnig margskonar aðra þjónustu, eins og t.d. ‘kven-miðaðar’ upplýsingar um réttindi verkafólks (á atvinnuleysissvæðum, um barnsburðar- fjölskyldu - og umönnunarmál) í tengslum við búferlaflutninga milli landa. Nú eru átta lönd við Miðjarðarhafið og á Balkanskaga með í þessu en gert er ráð fyrir að öll ESB ríkin verði þátttakendur er fram líða stundir.

“Vefgáttin veitir þær upplýsingar sem verkafólk þarf mest á að halda og notendur hennar þurfa ekki að skoða fleiri hundruð vefsíður til að finna það sem þeir eru að leita að,” sagði Elizabeth Villagomez. “Auk þess gerir hún verkafólki - alveg sér í lagi konum - kleift að bera saman greiðslur og styrki á hinum ýmsu svæðum. Þannig minnkar hættan á að þetta fólk missi af framlögum sem það á rétt á”.

Notendurnir geta einnig ‘endurbætt’ vefgáttina með því að svara spurningalista á netinu. Gáttin veitir upplýsingar um einstök fyrirtæki sem leiða í ljós hvort þau eru “fjölskylduvæn”, og hvort líkur eru á að gott sé að starfa hjá þeim.

Vefgáttin er einnig hluti af “Women’s Mobility Information Campaign”, en það er upplýsingaátak í tengslum við för kvenna milli landa vegna atvinnu. Hér er sem sagt um að ræða frekari aðgerðir til að gera konum ljós hin miklu viðskiptatækifæri sem innri markaðurinn býður og til að undirbúa konur og sprotafyrirtæki sem konur stýra fyrir þátttöku í þessum markaði.

Nánari upplýsingar:

Elizabeth Villagomez Morales

Almenara - Estudios Economicos y Sociales
Cardenal Tenorio 3
E-28801 Alcala de Henares
Madrid

evillagomez@almenaraestudios.com

« Til baka