Fréttir á vefsíðunni

Óperusöngvari uppgötvar ný tækifæri erlendis þökk sé EURES

Sænska sópranósöngkonan Ann-Marie Backlund var í leit að nýju hlutverki en án mikils árangurs. Eftir að hafa heyrt um áheyrnarpróf á evrópskum atvinnudegi á vegum EURES greip hún fegins hendi tækifærið um að landa næsta hlutverki sínu í Þýskalandi.   
 
Eftir að hafa heyrt um starf EURES í menningargeiranum ákvað Ann-Marie Backlund síðla árs 2011 að setja sig í samband við samstarfsnetið og óska eftir aðstoð í atvinnuleitinni. Þökk sé samstarfi á milli atvinnusérfræðinga í menningargeiranum, sem hófst árið 2009, var sænsku sópransöngkonunni boðið í áheyrnarpróf á evrópskum atvinnudegi í Málmey í Svíþjóð. Í kjölfar árangursríks áheyrnarprófs leikur Ann-Marie nú aðalhlutverk Elektru í samnefndri óperu Richards Strauss í Theater Lübeck í Þýskalandi. „Áheyrnarprófin voru vel skipulögð og mér bauðst þetta tækifæri að koma fram í Þýskalandi í beinu framhaldi þess. Að leika aðalhlutverkið núna í þessari frægu óperu er draumur að rætast,“ segir Ann-Marie af ákafa.
 
Frá árinu 2009 hefur EURES í Svíþjóð og EURES í Þýskalandi unnið náið saman að því að bjóða þeim, sem vinna í menningargeiranum, svo sem óperusöngvurum og klassískum tónlistarmönnum, upp á ráðgjöf og aðstoð við atvinnuleitina. „Menningargeirinn sýnir mjög hátt hlutfall hreyfanleika. Til dæmis er ekki óalgengt í Málmey að sjá listamann vinna hér síðdegis og síðan í Kaupmannahöfn [Danmörku] um kvöldið,“ útskýrir Birgitta Lindroth sem vinnur hjá opinberu vinnumiðlun Svíþjóðar.
 
Frá október 2009, eru áheyrnarpróf skipulögð á evrópsku atvinnudögunum í Málmey. „Píanóleikari og samstarfsmenn okkar frá Þýskalandi aðstoða okkur við að para staðbundna umsækjendur við störf,“ segir Birgitta. Til viðbótar við starfapörunina, sem á sér stað í áheyrnarprófum evrópsku atvinnudaganna, eru margir umsækjendur einnig ánægðir með að geta nýtt sér uppbyggjandi og landamiðaðar athugasemdir frá atvinnusérfræðingi úr menningargeiranum frá öðru Evrópusambandslandi. Fyrsti viðburðurinn 2009 heppnaðist gríðarlega vel en átta fréttablöð, tvær sjónvarpsstöðvar og útvarpsstöð fluttu fréttir af þessu einstaka og öðruvísi tækifæri. Á síðasta evrópska atvinnudegi í nóvember 2011 mættu 16 þátttakendur, en 10 þeirra komust í gegnum almenna áheyrnarprófið og var boðið að fara í prufur fyrir sérstök hlutverk.   
 
„Vinnumarkaður menningargeirans einkennist af háu hlutfalli hreyfanleika og passar því einstaklega vel við EURES samstarfsnetið. Reyndar felst mikið af daglegri vinnu í því að bjóða upp á ómetanlega hjálp og ráðgjöf um hagnýtar spurningar um búsetu- og/eða vinnuaðstæður í öðrum Evrópulöndum,“ segir Birgitta að lokum. Upplýsingaviðburðir og árleg áheyrnarpróf á evrópsku atvinnudögunum í Málmey eru áætlaðir árið 2013.
 
Frekari upplýsingar:
 
Leita að atvinnudegi á EURES viðburðardagatalinu
 
 

Fylgjast með EURES á Facebook
 
Fylgjast með EURES á Twitter
 
Tengjast EURES á LinkedIn
 
Fylgjast með EURES á Google+

« Til baka