Fréttir á vefsíðunni

EURES aðstoðar ungt fólk við að finna árstíðarbundin störf á Ítalíu

Hugmyndin um að finna starf og á sama tíma kynnast strandlengju annars ríkis virtist áhugaverð tillaga fyrir atvinnuleitendur frá Tékklandi.  
 
Samstarf EURES í Tékklandi og árstíðabundnu ferðaskrifstofunnar Wintour við að aðstoða ungt fólk við að finna störf erlendis hófst 2008 og hefur haldið áfram að styrkjast frá árinu 2010 með aðstoð EURES ráðgjafans Andrea Vega. Í kjölfar samstarfsins er áætlað að nýr ráðningarviðburður fyrir Wintour verði haldinn í Prag 25. og 26. mars í ár.
 
Wintour var stofnað árið 2003 en fyrirtækið er með höfuðstöðvar sínar í Eindhoven í Hollandi. Það tryggir hótel- og tjaldþjónustu við Adríahafið svo og við strendur Lígúríu og Miðjarðarhafsins. Í Tékklandi réði fyrirtækið fjölda íþróttaþjálfara og skemmtikrafta fyrir börn til starfa á fjölda ítalskra dvalarstaða.
 
Samkvæmt Andrea „hefur fyrirtækið lofað að auka fjölda lausra starfa og hefur opnað mismunandi atvinnuflokka, meðal annars fyrir strandverði, móttökustjóra og þjónustufólk“.
 
EURES í Tékklandi hefur átt í samstarfi við Wintour með því að taka þátt í upphafsáfanga valferlisins. „Við eigum í nánu samstarfi við fulltrúa Wintour áður en staðbundið val á fólki fer fram, við aðstoðum við að auglýsa laus störf á EURES vefgáttinni, á samfélagsmiðlunum og í gegnum opinberu vinnumiðlanirnar,“ útskýrir Andrea. 
 
Auk þess fylgjumst við með ferilskrám, höldum utan um hversu margir umsækjendur hafi skráð sig og leigjum stað fyrir ráðningarviðburðinn svo nokkur af þeim verkefnum sem EURES sér um séu nefnd.
 
Störf fyrir móttökustjóra og skemmtikrafta, sem ráða á í milli mars og apríl 2013, eru þegar laus til umsóknar. Tímalengd ráðningarsamningsins er að lágmarki tveir samfelldir mánuðir og allt að sex mánuðir að hámarki, á tímabilinu apríl og fram í september. 
 
Frekari upplýsingar:
 
Leita að sumarstarfi hjá Wintour
 
Leita að atvinnudegi á EURES viðburðardagatalinu
 
 
 
Leita að starfi í EURES vinnugagnagrunninum
 
Fylgjast með EURES á Facebook
 
Fylgjast með EURES á  Twitter
 
Tengjast EURES á LinkedIn
 
Fylgjast með EURES á Google+

« Til baka