Fréttir á vefsíðunni

EURES aðstoðar við að finna starfsfólk fyrir erilsamt vetrartímabil í Austurríki

Mikið er um að vera í austurríska héraðinu Voralberg að vetrarlagi þar sem þúsundir gesta flykkjast til fjalla fyrir snjó og töfraljóma skíðabrautanna. Ferðamannastraumurinn þýðir að hótel og veitingahús á staðnum þurfa á fleiri starfsmönnum að halda – því er EURES reiðubúið til aðstoðar.
 
“Héraðið okkar þarf að finna um 2 000 tímabundna starfsmenn til viðbótar yfir vetrartímann,“ útskýrir staðbundni EURES ráðgjafinn, Dietmar Mueller. „Við aðstoðum við að finna fólk í fjölbreytt störf, þar á meðal herbergisþernur, kokka, uppvaskara, móttökustjóra og þjóna.“
 
Starfandi kraftaverk
Í fjölmörg ár hefur Dietmar farið á ferðamannastefnu í Dresden í Þýskalandi til þess að hefja ráðningaferlið. Í ár tók hann með sér sex hótelhaldara á stefnuna, en hún dró að sér meira en 70 atvinnuleitendur. Öll hótelin fundu tvo eða þrjá starfsmenn og hjá einum ráðningaraðilanum var reynslan langt umfram væntingar.
 
„Einn hótelhaldarinn var að leita að um 10 starfsmönnum fyrir mismunandi veitingastaði uppi í skíðaskála,“ útskýrir Dietmar. „Hann spurði mig fyrir viðburðinn hversu margir umsækjendur myndu sýna störfum hans áhuga - ég sagði honum að reynsla mín segði mér að það yrði kannski á bilinu einn til fimm.
 
„Þegar ég hitti hann eftir atvinnustefnuna átti hann bágt með að trúa því að hann hefði undirritað átta ráðningarsamninga! Hann var svo glaður að hann heldur að EURES sé eitt stórt kraftaverk!“
 
Ásamt því að fara á atvinnustefnuna í Dresden, kastar Dietmar netum sínum um alla Evrópu í því skyni að finna fleiri starfsmenn. Fyrir þetta tímabil fór hann til Spánar og réði 45 manns, auk þess sem ferð til Búlgaríu hjálpaði honum að finna 65 starfsmenn. Til viðbótar auglýsir héraðið laus störf á atvinnugátt EURES. Þegar umsóknir berast sendir Dietmar þær til hótelanna og veitingastaðanna.
 
„Áskorunin er alltaf að finna rétta fólkið í réttu stöðurnar – þeir sem eru í beinum samskiptum við gesti, svo sem þjónar og móttökustjórar þurfa að tala góða þýsku,“ bætir Dietmar við. „Auk tungumálakunnáttunnar könnum einnig reynslu umsækjandans gaumgæfilega - fimm - og fjögurra stjörnu hótelin þurfa venjulega mjög reynt starfsfólk en önnur fyrirtæki, eins og gistiheimilin, eru sveigjanlegri.“
 
Frekari upplýsingar:
 
Leita að atvinnudegi á EURES viðburðardagatalinu
 
 
 
Leita að starfi í EURES vinnugagnagrunninum
 
Fræðast um hvað EURES getur gert fyrir atvinnurekendur
 
Fylgjast með EURES á Facebook
 
Fylgjast með EURES á Twitter
 
Tengjast EURES á LinkedIn
 
Fylgjast með EURES á Google+

« Til baka