Fréttir á vefsíðunni

Frakki á leið austur

Sébastien Langui frá Frakklandi, var á höttunum eftir starfi og hafði skýra sýn um hvert hann ætlaði að fara næst: eitthvert til Austur-Evrópu! Með MBA í viðskiptagreind, sneri hann sér til EURES og tókst að finna vinnu hjá líftæknifyrirtæki í Eistlandi.
                       
„Ég hafði áður verið í Eistlandi í eitt ár til þess að ljúka meistaragráðunni minni. Það var frábært! Mér tókst að kynnast nýrri menningu, tungumáli og eignast nýja vini. Ég fór aftur þangað þegar ég hafði lokið MBA gráðunni til þess að kynna mér vinnumarkaðinn og komst í samband við EURES ráðgjafann, Piret Ustav,“ útskýrir Sébastien.
 
Þetta var upphafið að ferðalagi sem átti eftir að leiða hann til Solis BioDyne - fyrirtæki í Tartu sem er næst stærsta borg landsins. Eftir að hafa lokið námi frá EM Strasbourg Business School í heimalandi sínu Frakklandi, starfaði Sébastien sem lánagreinandi. En fjármálaheimurinn stóð enn á brauðfótum eftir kreppuna 2006 svo honum fannst hann þurfa að mennta sig frekar. „Ég valdi að sérhæfa mig í viðskiptagreind og tók MBA gráðu við European School of Business Intelligence and ISC Paris,“ segir hann. 
 
Að taka frumkvæðið
 
Þar sem hann leitaði með virkum hætti að alþjóðlegu starfi á sviði viðskipta óskaði hann eftir fundi með alþjóðlega ráðgjafanum hjá Pôle Emploi (opinberu vinnumiðluninni í Frakklandi), en þeir vísuðu honum fyrst til EURES. Í júlí 2012 flaug hann til Eistlands til þess að enduruppgötva landið, kynna sér nokkur tækifæri á vinnumarkaðinum og sækja starfsviðtöl. 
 
„Ég komst í samband við Piret Ustav í gegnum [EURES] vefsíðuna. Það er ákaflega auðvelt þar sem hægt er að velja land og finna þannig síðu með upplýsingum um einstaklinga sem hafa má samband við. EURES ráðgjafar eru til þess að aðstoða fólk, sem vill vinna erlendis, og þau ættu að kynna sig betur í Frakklandi. Það er þess virði,“ segir hann ákveðinn. 
 
Á sama tíma komst hann að því að eistneskt fyrirtæki vonaðist til þess að ráða atvinnuleitanda sem gæti stýrt viðskiptum þess á hinum frönskumælandi markaði. Hann fór í starfsviðtal og þurfti ekki að bíða lengi eftir svari. Fyrirtækið, Solis BioDyne, gerði honum tilboð og svarið frá Sébastien kom um hæl. „Ég þurfti ekki að hugsa mig tvisvar um og stökk á tilboðið,“ segir hann eftir að hafa stundað virka atvinnuleit á tímabilinu.  
„Andrúmsloftið hér á vinnustaðnum er mjög vinalegt og ég vinn í alþjóðlegu teymi svo ég get talað ensku við samstarfsmenn mína,“ segir hann.
 
Reyndar hefur Sébastien komist að því að það er ekki eini ávinningurinn af því að búa í Eistlandi. Hann er ánægður með að ungt fólk og einkaframtakið hljóti hvatningu, hann segir einnig að honum líki hversu tæknilega þróað Eistland er - meðal annars mikil útbreiðsla þráðlauss nets og 4G tækninnar - auk veðursins (jafnvel þó að það sé kalt og snjór) og matarins í landinu.
 
„Eftir tvo og hálfan mánuð hérna gengur mér ágætlega í hversdagslega lífinu. Ég er farinn að skilja eistneskuna betur, ég tek þátt í ýmiss konar starfsemi, svo sem eistneskum þjóðdönsum, og ég hef eignast marga vini. Svo ég mæli sannarlega með Eistlandi sem góðum áfangastað til þess að hefja starfsferilinn,“ segir hann kampakátur. 
 
Frekari upplýsingar:
 
 
 
Leita að starfi í EURES vinnugagnagrunninum
 
Fræðast um hvað EURES getur gert fyrir atvinnurekendur
 
Fræðast um hvað EURES getur gert fyrir atvinnurekendur

Fylgjast með EURES á Facebook
 
Fylgjast með EURES á Twitter
 
Tengjast EURES á LinkedIn
 
Fylgjast með EURES á Google+

 

« Til baka