Fréttir á vefsíðunni

„Fyrsta EUREs starfið þitt“ bætir starfspörun/starfsnám í Evrópu

Fyrsta EURES starfið þitt (YfEj) fagnar sínu fyrsta starfsári. YfEj var hleypt af stokkunum árið 2012 og byggir á hugmyndinni um sérsniðið verkefni á sviði atvinnuflæðis ásamt fjárhagslegum stuðningi til þess að aðstoða ungt fólk við að finna vinnu í öðrum aðildarríkjum. Meðal annars aðstoðar verkefnið við að fjármagna tungumálanám og ferðakostnað fyrir unga atvinnuleitendur (fyrir starfsviðtöl og flutninga vegna starfa) og leggur fram fjárhæð í aðlögunarverkefni ef um er að ræða ráðningar smárra- og meðalstórra fyrirtækja. Markmiðið er að hjálpa til við að ráða í um 5 000 laus störf fyrir árið 2014.
 
Þegar leitað er að starfi í öðru aðildarríki Evrópusambandsins eða að hámenntuðu starfsfólki, snúa bæði ungir atvinnuleitendur og fyrirtæki í Evrópu sér til YfEj. Tveir spænskir atvinnuleitendur, sem fundu störf í Þýskalandi, og þrír atvinnurekendur, sem réðu fólk í gegnum verkefnið, segja okkur frá reynslu sinni.
 
Ungu, hreyfanlegu starfskraftarnir
 
„Persónulega finnst mér það frábært að geta flutt vegna nýs starfs um allt Evrópusambandið og að EURES geri það einfaldara en áður hefur verið,“ segir Jesus Estrada, Spánverji sem nú býr og starfar í Þýskalandi.
 
Jesus fann vinnu sem hugbúnaðarforritari fyrir HOB, fyrirtæki sem býr til hugbúnaðarpakka fyrir viðskiptavini í ýmiss konar geirum. Áður vann hann í svipuðu umhverfi í heimalandi sínu, Spáni, en sótti um starfið beint hjá HOB eftir að hafa fengið ráðgjöf frá staðbundnum EURES ráðgjafa. Þegar kom að EURES og YfEj, fannst honum alltaf eins og einhver væri að hjálpa honum „hinum megin frá“ og ásamt fjárhagsstuðningnum finnst honum þetta vera frábært kerfi til þess að aðstoða við flæði starfa í Evrópu.                                                                                                                                                                                                 
 
„Til viðbótar, ertu ekki einungis að fá nýtt starf heldur frá bæra reynslu, kynnast nýjum lifnaðar- og starfsháttum, uppgötva nýja menningu og bæta alþjóðlegri reynslu á ferilskrána þína en það á eftir að verða ómetanlegt í framtíðinni. Gríptu þau tækifæri, sem EURES og YfEj bjóða upp á, og reyndu að finna nýtt starf erlendis – þú átt aldrei eftir að sjá eftir því,“ segir Jesus ákafur. 
 
 
 
Góð reynsla
 
Jesus Fraile er annar spænskur atvinnuleitandi sem vinnur hjá HOB í Þýskalandi. Hann segir líka að verkefnið hafi reynst honum hjálplegt og nytsamlegt. „Helsta aðstoðin, sem ég fékk, er fjárhagsaðstoðin, en meðlimur EURES aðstoðaði mig og ráðlagði mér um vafaatriði og við allar þær spurningar sem brunnu á mér,“ segir hann. 
 
Að loknu prófi í rafeindatækni vann hann fyrst sem verkfræðingur á Spáni áður en hann fluttist til Þýskalands. „Ég fékk meiri hjálp en ég bjóst við. Reynsla mín af þessu verkefni hefur verið afskaplega góð. Ég mæli með því að prófa það því það gæti reynst verulega hjálplegt við að hefja nýtt líf erlendis,“ segir Jesus Fraile.
 
Atvinnurekendurnir
 
„Við höfðum verið að leita að tveimur nýjum upplýsingatæknisérfræðingum í meira en ár án árangurs. Svo ég ákvað að hafa samband við Arbeitsamt Ludwigsburg [opinber vinnumiðlun] til þess að fá hjálp við að finna hentuga atvinnuleitendur.   Ég komst í samband við YfEj verkefnið í kjölfar þess að hafa sett mig í samband við þá,“ útskýrir framkvæmdastjóri hugbúnaðarfyrirtækisins LIB-IT MDS GmbH, Dagmar Causley. 
 
Samstarfið hefur reynst vel því fyrirtækinu tókst að ráða einn atvinnuleitanda frá Spáni og annan frá Búlgaríu. „Með því að nota YfEj fengum við fleiri umsóknir, betra úrval og okkur tókst að finna mjög áhugasama einstaklinga,“ segir hún af ákafa. 
 
Mjög mikilvægt að læra nýja tungumálið
 
Helstu áskoranirnar virðast vera tungumálaörðugleikar. „Við erum mjög ánægð með báða nýju starfsmennina. Þeir tala ekki þýsku svo að við réðum tungumálakennara sem aðstoðar þá í hálftíma á hverjum degi,“ útskýrir Dagmar. „Í framtíðinni hyggjumst við ráða í fleiri störf í gegnum YfEj. Ég mæli með því að senda alltaf ítarlega ferilskrá og vera heiðarlegur um tungumálakunnáttuna í umsóknarferlinu,“ bætir hún við.
 
Crispin Mühlich, forstjóri Mühlich KG, þýsks fyrirtækis, sem framleiðir ullarefni, deilir sömu skoðun.  „Góð þýskukunnátta er mjög mikilvæg,“ segir hann. Ég gegnum YfEj verkefnið tókst honum að ráða tvo nýja starfsmenn. 
 
„Hausaveiðari var í sambandi við spænskan atvinnuleitanda, sem síðar setti sig í samband við mig, og nefndi EURES og YfEj,“ segir hann. Með hjálp opinberu vinnumiðlunarinnar ZAV í Bonn, var hann fljótur að komast inn í verkefnið. Crispin Mühlich þótti það „mjög vel skipulagt“ og var mjög hrifinn af „háu stigi ráðgjafarþjónustunnar.“ „Með því að nota YfEj tókst okkur að finna vel menntað starfsfólk með mikinn áhuga,“ bætir hann við. 
 
Lýst eftir áhuga
 
Fjárfestingarfyrirtæki, sem staðsett og stofnsett er í Lundúnum, Bretlandi, lofar einnig gildi áhuga atvinnuleitendanna. Hereford Capital hefur ráðið þrjá nýja starfsmenn í gegnum YfEj verkefnið frá síðasta sumri.
 
„Þeir þurfa að hafa áhugann til þess að koma hingað. Staðfesta þeirra þarf að vera mikil. Við kunnum að meta þess konar eldmóð og áhuga,“ segir framkvæmdastjóri Hereford Capital  Hereford Capital‘s, Bjorn Gravsholt.
 
Hereford Capital komst í kynni við YfEj verkefnið í gegnum einstaklinga í Danmörku. Þetta hefur reynst jákvæð reynsla hingað til og við reynum að einblína á lærdómshlið verkefnisins og bjóðum upp á sérstakar þjálfunaráætlanir. Núna erum við á höttunum eftir því að ráða einstakling til viðbótar og við myndum vilja auglýsa starfið í gegnum EURES og YfEj,“ segir sjóðsstjóri fjárfestinga hjá Hereford Capital Hereford Capital’s , Frederik Hein Riise.
 
Frekari upplýsingar:
 
Fræðast frekar um Fyrsta EURES starfinu þínu
 
Leita að atvinnudegi á EURES viðburðardagatalinu
 
 
Frekari upplýsingar um atvinnu- og búsetuskilyrði í mismunandi Evrópulöndum á EURES atvinnugáttinni
 
Leita að starfi í EURES vinnugagnagrunninum
 
Fræðast um hvað EURES getur gert fyrir atvinnurekendur
 
Fræðast um hvað EURES getur gert fyrir atvinnuleitendur

Fylgstu með EURES á Facebook
 
Fylgjast með EURES á  Twitter
 
Tengjast EURES á LinkedIn
 
Fylgjast með EURES á Google+
 
 

 

« Til baka