Fréttir á vefsíðunni

Aðstoðaðu við að móta löggjöf Evrópusambandsins um almannatryggingar

Ef þú hefur búið og starfað erlendis hefur þú nú tækifæri til þess að hjálpa til við að móta löggjöf Evrópusambandsins um almannatryggingar. Með framtíðarendurskoðun reglna ESB um samræmingu á almannatryggingakerfum, einkum í aðstæðum þvert á landamæri, fyrir augum hefur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hleypt af stokkunum samráði við almenning fram til 5. mars.
 
Markmið samráðsins við almenning er að safna saman hugmyndum um hvernig eigi að leysa úr vandamálum og komast yfir hindranir í samræmingu á atvinnuleysis- og langtíma almannatryggingabótum fyrir ríkisborgara sem búa við aðstæður þar sem landamæri koma við sögu. Það eru til dæmis farandverkamenn og fjölskyldumeðlimir þeirra, ellilífeyrisþegar og fjölskyldur þeirra svo og aðrir ríkisborgarar, sem nýta sér rétt sinn til frjálsrar farar, innan Evrópusambandsins.
 
Samráð framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins við almenning er tækifæri fyrir alla borgara til þess að hafa áhrif á stefnuna um almannatryggingar. Ef þú býrð og starfar í öðru landi – eða jafnvel ef þú hyggst gera slíkt í náinni framtíð – er þetta tækifæri til þess að miðla af reynslu þinni. 
 
Reglur ESB samstilla innlend almannatryggingakerfi en samræma þau ekki. Sérhvert aðildarríki Evrópusambandsins hefur sitt eigið kerfið sem samanstendur af mismunandi bótum. Samræmingarreglur Evrópusambandsins eru til staðar til þess að tryggja að innlend löggjöf virði meginregluna um jafna meðferð og að borgarar í aðstöðu þar sem frjálst flæði kemur við sögu, tapi ekki réttindum sínum til almannatrygginga. 
 
Í þessu samhengi hleypti framkvæmdastjórn Evrópusambandsins árið 2012 af stokkunum mati á áhrifum til þess að greina leiðir til þess að bæta samræmingu langtíma bóta og atvinnuleysisbóta. Samráðið við almenning er enn eitt skrefið í átt að slíkum úrbótum.
 
Frekari upplýsingar:
 
 
Leita að atvinnudegi á EURES viðburðardagatalinu
 
 
Frekari upplýsingar um atvinnu- og búsetuskilyrði í mismunandi Evrópulöndum á EURES atvinnugáttinni
 
Leita að starfi í EURES vinnugagnagrunninum
 
Fræðast um hvað EURES getur gert fyrir atvinnurekendur
 
Fræðast um hvað EURES getur gert fyrir atvinnuleitendur
 
Fylgstu með EURES á Facebook
 
Fylgjast með EURES á Twitter
 
Tengjast EURES á LinkedIn
 
Fylgjast með EURES á Google+

« Til baka