Fréttir á vefsíðunni

EURES finnur fullkominn umsækjanda

Adrienn Szalai frá Miskolc í Ungverjalandi vafraði á Netinu í því skyni að finna árstíðabundið starf í Austurríki þegar hún komst að því hvað EURES hefði upp á að bjóða. Innan skamms var hún komin 700 kílómetra í burtu til Salzborgar þar sem hún hóf störf sem herbergisþerna á hóteli.
 
Adrienn er háskólanemi en hún vildi vinna sér inn aukapening í sumarfríinu. Hins vegar er efnahagsástandið í Ungverjalandi, þessa dagana að minnsta kosti, erfitt og laus störf eru ekki á hverju strái. Svo í maí 2012 hóf hún að leita að vinnu á Netinu og fann upplýsingar um EURES og hvernig hún gæti náð sambandi við Krisztián Ruskó, EURES ráðgjafa með skrifstofu í Austurríki. Hún sendi ferilskrána sína og þurfti ekki að bíða lengi eftir góðum fréttum.
 
„20. júlí hringdi síminn og hr. Ruskó var á línunni,“ segir Adrienn. „Hóteli í Austurríki bráðvantaði starfsfólk og átti hún að hefja störf eftir tvö daga! Ég fór svo í viðtal við atvinnurekandann í gegnum síma og á sunnudeginum [tveimur dögum síðar] var ég kominn til Salzborgar!
 
Adrienn hafði áður unnið á austurrísku hóteli en henni fundust vinnuaðstæðurnar erfiðar. EURES fullvissaði hana um að þetta starf væri öðruvísi því þetta hótel í fjölskyldueigu í Hallwang, nálægt Salzburg hefði það orðspor að hugsa vel um erlenda starfsmenn sína. Raunar hafði EURES þegar aðstoðað hótelið við ráðningu á öðrum starfskrafti með góðum árangri.
 
Hið ógerlega?
„Atvinnurekandinn hafði samband seint á föstudagseftirmiðdegi, um það leyti sem ég var að fara heim úr vinnunni,“ segir Krisztián. Hann bráðvantaði herbergisþernu sem gæti hafið störf næsta mánudagsmorgun. Þetta leit út eins og ógerlegt verkefni en ég leitaði með hraði í gagnagrunninum mínum yfir ungverska atvinnuleitendur og fann vænlegan umsækjanda, Adrienn.
 
Þrátt fyrir allan hraðann að þá hefur þetta reynst vel fyrir alla hlutaðeigandi. „Það er erfitt að finna hentugt starfsfólk í Austurríki,“ segir talsmaður hótelsins. „Ég mun klárlega nota EURES í næsta skipti sem okkur vantar starfsfólk.“
 
„Ég mæli með EURES við alla sem langar að vinna erlendis,“ bætir Adrienn við, sem hefur haft gaman af því að reyna að læra þýsku ásamt því að vinna í Austurríki.
 
 
Frekari upplýsingar:
 
Leita að atvinnudegi á EURES viðburðardagatalinu
 
 
 
Leita að starfi í EURES vinnugagnagrunninum
 
Fræðast um hvað EURES getur gert fyrir atvinnurekendur

 

« Til baka