Athyglinni beint að ...

Hugsaðu eins og viðtalstakandi

Viðtal getur verið mörgum umsækjendum streituvaldandi reynsla. Fyrir viðtalstakandann er þetta hins vegar frekar venjulegt og hluti af daglegum störfum. Svo að þú standir þig vel í viðtalinu skaltu hugsa eins og atvinnurekandinn og mæta undirbúinn.
 
Gömul speki segir að viðtalstakandi ákveði sig innan 30 sekúndna af starfsviðtalinu hvort hann vilji ráða þig eða ekki. Ef þetta reyndist satt væru viðtöl sannarlega mun styttri en þau eru. Þarna leynist þó örlítill sannleikur. Það sem viðtalstakandinn er að gera er að mynda sér fyrstu skoðun á manngerð þinni og getu til þess að takast á við starfið. Fyrsta viðkynning situr lengi í fólki svo að það er mjög mikilvægt að fyrsta skoðun viðtalstakandans á þér sé jákvæð. 
 
Viðtalstakandinn mun leggja mat á tæknilega reynslu þína, hversu gott er að starfa með þér og hversu geðþekkur þú ert í því skyni að tryggja að þú sért besti umsækjandinn. Þeir munu spyrja þig um hvort auðvelt sé að tala við þig, starfa við hlið þér og hvort þú eigir auðvelt með að mynda sambönd með snöggum hætti þar sem líklegt er að þú starfir sem hluti af teymi.
 
The five “P’s”
 
Eins og gamla máltakið segir „Proper Planning Prevents Poor Performance“. Sannarleg er besta leiðin til undirbúnings fyrir viðtal að setja þig í spor atvinnurekandans. Þegar þú undirbýrð svör þín skaltu skoða þá tæknilegu færni, sem starfið krefst, og para hana við eigin lífsreynslu. Farðu í gegnum hverja færni eða starfshæfni, sem farið er fram á, og spyrðu sjálfan þig hvernig þú getir sýnt fram á í viðtalinu að þú hafir færni á því sviði. Æfðu svörin með vinum eða fjölskyldumeðlimum. Með því að tala hægar getur þú róað taugarnar auk þess sem þú hljómar sjálfsöruggari. Talaðu skýrt og með sama raddstyrk og viðtalstakandinn. Æfðu nokkrar byrjunarsetningar og undirbúðu þig undir óhjákvæmilegar spurningar eins og „hver er bakgrunnur þinn?“, „hví hefur þú áhuga á þessu starfi?“ eða „segðu frá styrkleikum þínum og veikleikum“. 
 
Viðtalstakendur vilja vita að þú hafir áhuga á starfinu. Í stað þess að svara spurningum með vélrænum hætti skaltu muna eftir því að láta persónuleika þinn í ljós. Segðu nákvæmlega af hverju þú haldir að þú hentir vel í starfið og reyndu að hljóma eins áhugasamur og kostur er þegar þú svarar spurningum. 
 
Ef þú veist fyrirfram hver muni taka viðtalið skaltu kanna bakgrunn þeirra og hlutverk hjá fyrirtækinu. Þetta gæti veitt þér betri skilning á hvers kyns spurningum þú gætir átt von á. 
 
Þrátt fyrir að það sér mikilvægt að fyrsta viðkynning þín og væntanlegs atvinnurekanda sé góð og að öllum spurningum sé svarað fyllilega er jafnmikilvægt að ljúka viðtalinu með góðum hætti. Í stað þess að láta viðtalið fjara út skaltu láta muna eftir þér. Þú getur gert það með því að spyrja viðtalstakandann nokkurra spurninga sem tengjast starfinu og fyrirtækinu. Atvinnurekendur vilja vita að þú hafir áhuga á stöðunni, fyrirtækinu og að þú hafir lesið þér til um starfið. 
 
Frekari upplýsingar:
 
Leita að starfi í EURES vinnugagnagrunninum
 
 
Leita að atvinnudegi á EURES viðburðardagatalinu
 
 
Fræðast um hvað EURES getur gert fyrir atvinnurekendur

Fylgjast með EURES á Facebook
 
Fylgjast með EURES á Twitter
 
Tengjast EURES á LinkedIn
 
Fylgjast með EURES á Google+

 

Texti ritstýrður síðast: 01/2013


höfnun bótaskyldu
"…Í BRENNIDEPLI" greinunum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar innsýn inn í þróun mála og það sem er efst á baugi hverju sinni. Ennfremur er þessum greinum ætlað að örva umræður og skoðanaskipti. Ekki er víst að þær tjái skoðanir Framkvæmdastjórnar Evrópu.