Athyglinni beint að ...

Aker Solutions uppsker ríkulega af samstarfinu við EURES

Þegar EURES í Noregi setti sig í samband við Aker Solutions, leiðandi fyrirtæki í olíuþjónustu í heiminum, snemma árs 2011 með boð um að aðstoða við ráðningu verkfræðinga, áttaði fyrirtækið sig engan veginn á því hversu árangursríkt samstarfið ætti eftir að verða.  
 
Aker Solutions, sem er með um 18 500 manns í vinnu í 30 löndum, er ávallt á höttunum eftir hæfileikaríku fólki til að ganga til liðs við fyrirtækið.  Bara árið 2011 réði fyrirtækið 2 800 manns til starfa alls staðar að úr heiminum.  En að koma auga á réttu umsækjendurna er ekki alltaf auðvelt.  
 
„Miðað við þá atvinnu sem olíu- og gasiðnaðurinn veitir þurftum við á mörgum hæfum verkfræðingum að halda.  Við gátum ekki annað þessari eftirspurn í Noregi svo við vissum að við þyrftum að byrja að leita út fyrir landsteinana.  Þegar innlendur EURES ráðgjafi benti okkur á að taka þátt í Evrópskum atvinnudegi í Portúgal í október 2011, sögðum við samstundis já,“ segir Ann Magritt Andersen, háttsettur ráðgjafi í mannauðsstjórnun hjá Aker Solutions í Noregi.
 
Fulltrúar frá Aker Solutions héldu á þennan tveggja daga viðburð í portúgölsku borginni Aveiro, með það markmið að ráða fjóra reynda verkfræðinga.
 
„Þessa tvo daga bárust okkur margar ferilskrár, við tókum um 16 örviðtöl og fimm ítarlegri. Á þessum grunni réðum við svo fimm verkfræðinga.  Svo að segja má að þessi fyrsti viðburður með EURES hafi skilað miklum árangri,“ segir Ann Magritt af ákafa.  
 
„Portúgal var ekki einu sinni á dagskrá áður en EURES lagði það til og vakti hjá okkur forvitni,“ bætir hún við.
 
2012 ætlar Aker Solutions að ráða 3 000 manns til viðbótar í ýmsar stöður í fyrirtækinu.  Svo mun fyrirtækið treysta á EURES fyrir aðstoð?
 
„Við munum svo sannarlega nýta okkur EURES og eiga áfram í nánu samstarfi við innlenda EURES ráðgjafa fyrir væntanlega viðburði árið 2012. Það hefur reynst okkur ákaflega vel að eiga í þessu samstarfi við EURES og svo lengi sem við þurfum á verkfræðingum að halda munum við eiga áfram í samstarfi til þess að fylla í þessar stöður,“ segir hún að lokum.
 
 
Frekari upplýsingar:
Skoða lausar stöður hjá Aker Solutions
 
Fræðast frekar um starfs- og búsetuaðstæður í Noregi eða annars staðar í Evrópu.
 
Hafa samband við innlendan EURES ráðgjafa
 
Leita að starfsdegi á EURES viðburðardagatalinu
 
Leita að starfi í EURES vinnugagnagrunninum
 
Læra um hvað EURES getur gert fyrir atvinnurekendur.

 

Texti ritstýrður síðast: 04/2012


höfnun bótaskyldu
"…Í BRENNIDEPLI" greinunum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar innsýn inn í þróun mála og það sem er efst á baugi hverju sinni. Ennfremur er þessum greinum ætlað að örva umræður og skoðanaskipti. Ekki er víst að þær tjái skoðanir Framkvæmdastjórnar Evrópu.