Athyglinni beint að ...

Fullt af störfum fyrir unga skemmtikrafta

Skemmtanabransinn er skemmtilegur möguleiki fyrir einstaklinga sem eru að leita að sínu fyrsta starfi með ögn af skemmtun í huga. Árangursríkt og árlegt samstarf á Norður-Ítalíu á milli EURES og atvinnurekanda í geiranum hefur getið af sér mörg fjölbreytt störf annars staðar í Evrópu og heiminum.
 
„Skemmtanahluti okkar, sem tekur meðal annars til hótel- og veitingaþjónustu, hefur dregist saman nýlega en skapar samt sem áður stöðuga vinnu,“ segir Giovanna Nastasi, EURES ráðgjafi í Genóa á Ítalíu.
 
Árið 2009 hóf hún samstarf á milli skrifstofunnar sinnar og Obiettivo Tropici – ítalsks fyrirtækis sem ræður skemmtikrafta fyrir ferðamannaklúbba og -þorp á Ítalíu, Grikklandi og Spáni sem og á Kúpu, í Egyptalandi, Marokkó, Túnis og í Karabíska hafinu. Helstu störfin eru fyrir skemmtikrafta og yfirmenn, heilsuræktarþjálfara, danshöfunda, lífverði og plötusnúða.
 
Í gegnum EURES Genóa, fann Massimo Messina fyrst starf hjá Obiettivo Tropici árið 2008 og hóf hann störf sem skemmtikraftur fyrir börn í Sharm el-Sheikh í Egyptalandi, eftir að hafa lokið þjálfun hjá atvinnurekandanum. Hann endurtók leikinn árið á eftir á sikileyskum ferðamannaklúbbi og hefur upp frá því unnið fyrir fyrirtækið á Grikklandi og í Kenía, einnig yfir vetrartímann. „Fjölbreytt störf mín, meðal annars sem leiðtogi og hópstjóri, hafa hjálpað mér að vaxa í starfi. Það að starfa sem skemmtikraftur er ekki bara vinna heldur lífsstíll!“ segir Massimo.
 
Ástríða Massimos fyrir starfi sínu er dæmigerð, samkvæmt Fabio Galatola, yfirmanni ráðningarmála hjá fyrirtækinu á Norður-Ítalíu: „Flestir starfsmenn okkar, sem ljúka sumartímabilinu, verða ástfangnir af þessum störfum. Sumir halda áfram í svipuðum störfum mörg ár í viðbót.“
 
Hlutverk EURES var að fylgjast með öllu ráðningarferlinu á milli janúar og apríl, allt frá móttöku ferilskráa til lokaviðtala atvinnurekandans. Árið 2013 fengu um helmingur einstaklinganna 47, sem teknir voru í viðtal í Genóa, starfstilboð.
 
Persónuleiki, forgangsatriði
 
Umsækjendur starfa hjá Obiettivo Tropici þurfa að vera 18 ára og eldri og hafa lokið grunnskólanámi. Flest störfin eru tímabundnir samningar í þrjá mánuði yfir sumartímann, svo að þau henta líka háskólanemum.
 
Giovanna segir að umsækjendur ættu að vera opnir og búnir undir langan vinnudag. „Þeir ættu líka að tala að minnsta kosti eitt erlent tungumál – helst ensku, þýsku eða rússnesku,“ segir hún. „Að ráðningu lokinni komast margir að því að störfin eru gefandi og stökkpallur fyrir frekari störf í framtíðinni. “
 
 
Frekari upplýsingar:
 
EURES á Ítalíu, Provincia di Genova
 
 
Leita að starfi í EURES vinnugagnagrunninum
 
 
Leita að atvinnudegi á EURES viðburðardagatalinu
 
 
Fræðast um hvað EURES getur gert fyrir atvinnurekendur
 
Fylgjast með EURES á Facebook
 
Fylgjast með EURES á Twitter
 
Tengjast EURES á LinkedIn
 
Fylgjast með EURES á Google+

Texti ritstýrður síðast: 09/2013


höfnun bótaskyldu
"…Í BRENNIDEPLI" greinunum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar innsýn inn í þróun mála og það sem er efst á baugi hverju sinni. Ennfremur er þessum greinum ætlað að örva umræður og skoðanaskipti. Ekki er víst að þær tjái skoðanir Framkvæmdastjórnar Evrópu.