Athyglinni beint að ...

Byggingafyrirtæki þiggur boð EURES til atvinnustefnu með þökkum

EURES í Flæmingjalandi í Belgíu hefur í gegnum tíðina boðið atvinnurekendum að sækja ráðningarviðburði víða í Evrópu, til að hjálpa þeim að finna umsækjendur sem hæfa þeirra tilteknu þörfum. Eitt fyrirtæki í byggingariðnaðinum, Jan De Nul Group, hefur verið á faraldsfæti með EURES fjórum sinnum og mun endurtaka það.
 
Jan De Nul Group, sem sérhæfir sig í dýpkunarstarfsemi og endurheimt lands, hóf að sækja EURES viðburði árið 2012 og hefur fjórum sinnum sótt vinnustefnur í Lissabon í leit að verkfræðingum og háskólamenntuðu fólki í upplýsingatækni. Fyrirtækið fékk boð frá fulltrúum VDAB-EURES í Flæmingjalandi sem sækja reglulega slíka viðburði ásamt belgískum fyrirtækjum.
 
“Upphaflega höfðum við samband við Jan De Nul Group í gegnum tölvupóst,” segir Charlotte Hoste, ráðgjafi EURES. “Fyrirtækið svaraði einu boði okkar til atvinnurekenda um að slást í hópinn með okkur og sækja væntanlegan atvinnudag verkfræðinga í Portúgal. Síðan þá hefur fyrirtækið komið sér upp mörgum persónulegum tengiliðum hjá EURES.”
 
Árið 2012 réði fyrirtækið sex starfsmenn í gegnum EURES og eftir sex vikna þjálfun voru þeir sendir til að starfa við dýpkunarverkefni víða
um heim.
 
“Þeir hafa þegar starfað sem umsjónarmenn við ýmis dýpkunarverkefni,
eins og við viðhaldsdýpkun í São Luís, Brasilíu og á Kårehamn vindbúinu á hafi úti í Svíþjóð, “ segir Eline Vandenbroeck, ráðningarfulltrúi hjá Jan De Nul Group.
Umsjónarmennirnir bera ábyrgð á framkvæmd dýpkunarverkefna, með tilliti til tæknilýsinga og aðferðalýsinga. Þeir skipuleggja verkið þannig að allt sé framkvæmt í samræmi við tilskilda öryggis- og gæðastaðla.
 
Jan De Nul Group hefur einnig á að skipa útboðs- og verkfræðideild í Aalst í Belgíu, þar sem portúgalskir verkfræðingar vinna að undirbúningi svipaðra verkefna.
 
Í nýafstaðinni ferð á atvinnudaga verkfræðinga í Lissabon í apríl 2013, slóst fyrirtækið í för með átta öðrum belgískum fyrirtækjum. Í tvo daga tók Jan De Nul Group á móti stöðugum straumi gesta á bás sínum og tók viðtöl við fimm umsækjendur og stendur ráðningarferli nú yfir.
 
“Við höfum ávallt hitt fyrir mjög áhugasama, hugsandi og reynda verkfræðinga á viðburðum EURES,” segir Eline. “Þetta eru frábærar aðstæður sem gagnast öllum, bæði fyrirtæki okkar sem og portúgölskum verkfræðingum.
 
“Okkur hefur alltaf fundist EURES vera samtök sem veita grunn fyrir myndun góðra tengsla á milli evrópskra atvinnuleitenda og evrópska fyrirtækja."
 
Frekari upplýsingar:
 
 
Fræðast um hvað EURES getur gert fyrir atvinnurekendur
 
 
Leita að starfi í EURES vinnugagnagrunninum
 
Fræðast um hvað EURES getur gert fyrir atvinnuleitendur
 
Fylgjast með EURES á Facebook
 
Fylgjast með EURES á Twitter
 
Tengjast EURES á LinkedIn
 
Fylgjast með EURES á Google+

Texti ritstýrður síðast: 09/2013


höfnun bótaskyldu
"…Í BRENNIDEPLI" greinunum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar innsýn inn í þróun mála og það sem er efst á baugi hverju sinni. Ennfremur er þessum greinum ætlað að örva umræður og skoðanaskipti. Ekki er víst að þær tjái skoðanir Framkvæmdastjórnar Evrópu.