Athyglinni beint að ...

„Fyrsta EURES starfið“ hjálpar grískum hjúkrunarfræðingum með finnskuna

Eftir móðurmálið grísku og ensku datt Alexandros Giannoulakis ekki í hug að finnska yrði næsta tungumálið sitt. Þar sem hann er nú hins vegar ásamt átta grískum hjúkrunarfræðingum að flytja til Tampere, er finnskunám næst á dagskrá hjá honum.
 
Mainiovire, stór heilsugæsla í Finnlandi, hefur unnið með EURES ráðgjöfum í tvö ár. Þeir notuðu áður samstarfsnetið til þess að ráða hjúkrunarfræðinga frá Spáni svo að það var bara eðlilegt að snúa sér aftur til EURES þegar þeir sáu aftur fram á skort á vinnuafli.  Það var hér þar sem þeir heyrðu af „Fyrsta EURES starfinu“, verkefni sem miðar að því að aðstoða unga atvinnuleitendur við að finna störf í öðru Evrópulandi auk þess að veita atvinnurekendum stuðning. Þar sem Mainiovire voru á höttunum eftir ungu fagfólki frá öðrum aðildarríkjum settu þau sig í samband við vinnumálastofnunina í Árósum í Danmörku, en hún er einn af þjónustuaðilunum fyrir Fyrsta EURES starfið. Þetta virtist eiga vel saman og yrði bæði þeim og nýju vinnuveitendunum til hjálpar meðal annars með aðstoð við tungumálanám. Þeim var ráðlagt að hafa samband við EURES á Grikklandi þar sem offramboð var af ungu heilbrigðisstarfsfólki.
 
Alexandros var einn af þessum starfsmönnum.  Eftir að hann heyrði af stöðunni hjá vini í Finnlandi, kynnti hann sér fyrirtækið og sendi þeim ferilskrána sína.  Svæðisstjórinn, Rajkumar Sabanadesan, setti sig í samband við hann, og gaf honum ítarlegri upplýsingar um stöðuna og kom til Grikklands til þess að taka hann og aðra umsækjendur í starfsviðtal.  Eftir að viðtalið fór fram voru Alexandros og sjö aðrir valdir og hafa þau flust búferlum til Tampere.

„Sex okkar búa í Tampere en hinir tveir í nálægjum bæjum. Mér líður ekki eins og ég búi í útlöndum enn þá en ég er viss um að það komi um miðjan vetur!Verkefnið hefur verið ótrúlega hjálplegt og ég mæli hiklaust með því við aðra.  Það var erfitt að flytja vegna þess að fjölskyldan mín og kærasta eru enn í Grikklandi en mér líður eins og ég hafi byrjað nýtt líf við bestu kringumstæður mögulegar.“ Sagði Alexandros.  
 
Hann bætti við: „Við byrjum finnskunámið í næstu viku en við höfðum þegar tekið námskeið í Grikklandi:Ég get ekki beðið eftir að geta talað tungumálið vel.“
 
Marja Kiiskinen, ráðningarfulltrúi fyrir heilbrigðisgeirann vinnur náið með EURES við að finna hjúkrunarfræðinga og sagði að „Fyrsta EURES starfið virtist vera gott tækifæri fyrir ungt, menntað fagfólk til þess að leita að störfum í öðrum Evrópusambandslöndum og komi að góðum notum þegar flust er á nýjan stað og nýtt líf hafið í nýju landi.


Frekari upplýsingar:
 
Fræðast frekar um Your first EURES job
 
Leita að atvinnudegi á EURES viðburðardagatalinu
 
 
 
Leita að starfi í EURES vinnugagnagrunninum
 
Fræðast um hvað EURES getur gert fyrir atvinnurekendur
 
Fylgjast með EURES á Facebook
 
Fylgjast með EURES á Twitter
 
Tengjast EURES á LinkedIn
 
Fylgjast með EURES á Google+

Texti ritstýrður síðast: 08/2013


höfnun bótaskyldu
"…Í BRENNIDEPLI" greinunum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar innsýn inn í þróun mála og það sem er efst á baugi hverju sinni. Ennfremur er þessum greinum ætlað að örva umræður og skoðanaskipti. Ekki er víst að þær tjái skoðanir Framkvæmdastjórnar Evrópu.