Athyglinni beint að ...

Uno, dos, tres... vier, fünf, sechs: Ákaft þýskunám skapar ný tækifæri fyrir spænska hjúkrunarfræðinga

Þrátt fyrir að ábyrgð hjúkrunarfræðinga kunni að vera mismunandi á milli landa að þá er lykilhugmyndin um að veita umönnun sú sama í Evrópu.  Það er mjög mikilvægt að geta átt í góðum samskiptum við sjúklinga og því er mikilvægt fyrir hjúkrunarfræðinga, sem eru að bíða þess að flytjast til annars Evrópusambandslands, að læra tungumál viðkomandi staðar.  „Fyrsta EURES starfið“ getur aðstoðað með fjárhagslegum stuðningi fyrir tungumálanám og flutningskostnað.  
 
Laura Gallego Muñoz var ein af 20 nýútskrifuðum hjúkrunarfræðingum sem hóf sex mánaða ákaft þýskunám á Spáni.  Hún er núna flutt til Þýskalands ásamt fimm öðrum bekkjarfélögum hennar til þess að hefja störf hjá Vivat, þýsku umönnunardvalarheimili.  Í heildina vinna nú 11 hjúkrunarfræðingar í Þýskalandi en þrír í viðbót halda áfram að starfa á Spáni.  Fyrsta EURES starfið aðstoðaði Lauru og hina hjúkrunarfræðingana:  allt frá því að skipuleggja tungumálanámskeið yfir í að koma þeim í samband við þýska atvinnurekendur ásamt því sem verkefnið veitti þeim fjárhagsaðstoð við flutningana.
 
Laura sagði: „Við vorum með EURES ráðgjafa sem hjálpaði okkur og leiddi okkur í gegnum allt ferlið. Það var EURES í Þýskalandi, sem einnig hafði umsjón með Fyrsta EURES starfinu, sem skipulagði þýskunámið á Spáni.  Þeir báðu okkur svo um að senda sér ferilskrárnar okkar, sem við gerðum á Europass sniðinu, til þess að sækja um stöðurnar í Þýskalandi.  Ég heyrði svo að ég mér hefði verið boðið í starfsviðtal hjá Vivat og aðstoðaði þýskukennarinn minn við að undirbúa mig, þrátt fyrir að við hefðum verið með túlk í viðtalinu.  Viku síðar fengu tíu okkar starfstilboð og ákváðu sex okkar að skrifa undir ráðningarsamning.  Svo Fyrsta EURES starfið aðstoðaði okkur í gegnum allt ráðningarferlið.“
Þegar Laura og hinir hjúkrunarfræðingarnir fluttu af landi brott, aðstoðaði Fyrsta EURES starfið þá við að styrkja hana við flutningana ásamt því að styðja við fyrirtækið sem réði hana.  Það er á formi einnar einstakrar greiðslu fyrir hvern starfsmann, sem aðstoðar við að fjármagna aðlögunina í fyrirtækinu.   
 
Þegar kemur að lífi Lauru í Þýskalandi, segir hún:  „Hvað mig varðar er þetta frábær reynsla. Ég er að læra nýtt tungumál, kynnast nýrri menningu, nýjum starfsháttum og framar öllu er ég að kynnast sjálfri mér.  Það er munur á milli hjúkrunarstarfanna í löndunum tveimur; á Spáni er hjúkrunarfræði háskólanám á meðan fagið er starfstengdara í Þýskalandi.  Ég held að á Spáni beri hjúkrunarfræðingar örlítið meiri ábyrgð en almennt er vinnan sú sama.“
 
 
Frekari upplýsingar:
 
Opinber vefsíða Your first EURES job
 
Leita að atvinnudegi á EURES viðburðardagatalinu
 
 
 
Leita að starfi í EURES vinnugagnagrunninum
 
Fræðast um hvað EURES getur gert fyrir atvinnurekendur
 
Fylgjast með EURES á Facebook
 
Fylgjast með EURES á Twitter
 
Tengjast EURES á LinkedIn
 
Fylgjast með EURES á Google+

 

Texti ritstýrður síðast: 07/2013


höfnun bótaskyldu
"…Í BRENNIDEPLI" greinunum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar innsýn inn í þróun mála og það sem er efst á baugi hverju sinni. Ennfremur er þessum greinum ætlað að örva umræður og skoðanaskipti. Ekki er víst að þær tjái skoðanir Framkvæmdastjórnar Evrópu.