Athyglinni beint að ...

Sviss lítur til EURES í Búlgaríu fyrir au pairs og húshjálpir

Eftirspurn eftir húshjálp og au pairs er mikil í Sviss og gat EURES í Búlgaríu aðstoðað við að fullnægja kröfum markaðarins með því að taka saman höndum við starfsmannaþjónustuna Perfect Way.
 
Perfect Way, er staðsett í Brugg í norðurhluta Sviss og er um þessar mundir með yfir 15 einstaklinga frá Búlgaríu, sem þeir aðstoðaði við að finna störf sem húshjálp og au pairs, hjá fjölskyldum um allt landið. Þetta fjölskyldufyrirtæki, stofnað af Karin Schatzmann árið 1995, ræður fólk frá mörgum löndum, meðal annars Búlgaríu, Ungverjalandi, Póllandi og Slóvakíu. Það tekur viðtal við væntanlega umsækjendur áður en þeim er komið fyrir hjá fjölskyldum sem eru beinir vinnuveitendur þeirra.
 
Au pair hlutverkið snýst fyrst og fremst um að bjóða upp á barnaumönnun ásamt léttum heimilisstörfum, á meðan húshjálpin hefur meiri ábyrgð og kann að þurfa að hafa ökuskírteini líka.
 
Þegar EURES í Búlgaríu fékk fyrst símtal frá Karin árið 2009, hófu þeir fljótlega að auglýsa lausu störf Perfect Way á vefsíðu sinni þar sem fram komu kröfur um þá starfshæfni sem á þurfti að halda. Eftir það hófu þau að senda stöðugan straum af ferilskrám til Sviss og samþykktu að aðstoða við að skipuleggja starfsviðtöl við hentuga umsækjendur. Fyrsta skiptið fengu þau ríflega 200 ferilskrár, sem auðvitað þurfti að lesa sig í gegnum.
 
„Fyrstu viðtölin fóru fram á alþjóðlegu atvinnustefnunni í Sofia, sem haldin var í mars 2010,“ segir EURES ráðgjafinn Penka Padarska, sem er staðsett í Kazanlak í Mið-Búlgaríu. „Sumarið sama ár héldum við aðra röð viðtala í öðrum búlgörskum bæ, Haskovo.“ Ferlið hefur verið endurtekið upp frá því og hefur fulltrúi Perfect Way komið fljúgandi til þess að hitta alla þá umsækjendur sem valdir hafa verið eftir ítarlegt valferli.
 
„Að lokum sitjum við uppi með lítinn fjölda umsækjenda, en þeir eru þeir bestu,“ segir Karin. „Búlgararnir sem við höfum fundið störf fyrir eru mjög hjartahlýir og hafa gott starfsviðmót. Við munum vissulega koma aftur í framtíðinni.
 
„EURES hjálpaði okkur mikið við að straumlínulaga ferlið og við vonumst til þess að finna störf fyrir fleiri Búlgara síðar á þessu ári.“
 
Frekari upplýsingar:
 
Fræðast meira um störf hjá Perfect Way
 
Fræðast um hvað EURES getur gert fyrir atvinnurekendur
 
 
Leita að starfi í EURES vinnugagnagrunninum
 
Fræðast um hvað EURES getur gert fyrir atvinnuleitendur
 
Fylgjast með EURES á Facebook
 
Fylgjast með EURES á Twitter
 
Tengjast EURES á LinkedIn
 
Fylgjast með EURES á Google+

 

Texti ritstýrður síðast: 07/2013


höfnun bótaskyldu
"…Í BRENNIDEPLI" greinunum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar innsýn inn í þróun mála og það sem er efst á baugi hverju sinni. Ennfremur er þessum greinum ætlað að örva umræður og skoðanaskipti. Ekki er víst að þær tjái skoðanir Framkvæmdastjórnar Evrópu.