Athyglinni beint að ...

Kýpverskir atvinnuleitendur verða evrópskir

Fyrstu evrópsku atvinnudagarnir á Kýpur laðaði að sér 650 atvinnuleitendur og þátttakendur frá átta öðrum löndum. Dagarnir stóðu í tvo daga í maí 2013 og fannst meirihluta þátttakenda þeir vera „mjög jákvæðir“.
 
Atvinnudagarnir fóru fram í Limassol 14. maí 2013 og í Níkósíu daginn eftir svo að hlúð væri að þörfum atvinnuleitenda um alla Kýpur. Kastljósinu var beint að tveimur starfsstéttum: upplýsingatækni og verkfræði.
 
„Viðburðirnir voru auglýstir um allt land svo og á vefsíðunni okkar og á skrifstofum vinnumálastofnunarinnar,“ segir Antonis Kafouros, framkvæmdastjóri EURES á Kýpur. „Í fyrsta skipti bjuggum við líka til Facebook síðu um viðburðinn. Hún er uppfærð reglulega svo að við getum búið til vörumerki fyrir næstu atvinnudaga á eyjunni okkar.“
 
Þátttakendur voru meðal annars sérfræðingar úr upplýsingatæknigeiranum, fjarskiptum, hugbúnaðargeiranum ásamt fjölbreytt verkfræðifyrirtæki (véla- rafeinda-, umhverfisverkfræði, o.s.frv.). Tvö fyrirtæki á Kýpur, Amdocs Ltd. og Hyperion Systems Engineering, voru einnig á staðnum til þess að ná sér í ferilskrár atvinnuleitenda og taka fólk í starfsviðtöl. Í heildina komu fyrirtækin með 75 laus störf með sér:
 
Um 60 % atvinnuleitendanna voru ungir (25-30 ára) atvinnulausir Kýpverjar með háskólamenntun en takmarkaða starfsreynslu. Um þriðjungur hafði meiri starfsreynslu og 10 % voru að leita að vinnu í öðrum löndum.
 
„Flestir af atvinnuleitendunum voru að leita að vinnu í Bretlandi vegna þess að þeir tala góða ensku,“ segir Antonis. „Næst vinsælasta landið var Þýskaland og þar á eftir kom Ítalía. Hins vegar fengu öll átta þátttökulöndin marga gesti og söfnuðu mörgum ferilskrám fyrir þá atvinnurekendur sem þau voru fulltrúar fyrir.“
 
EURES í Þýskalandi hafði síðar samband við um 50 atvinnuleitendur til þess að bjóða þeim að taka þátt í verkefninu „Ævistarfið“ og var 120 ferilskrám hlaðið upp í þýska gagnagrunninn „Job Börse“. Átján fengu líka gjafakort fyrir þýskunám á Kýpur, til þess að aðstoða þá við að undirbúa sig fyrir starfsviðtöl. EURES á Ítalíu hafði samband við yfir 80 þátttakendur með einhverja þekkingu á ítölsku til þess að biðja þá um að kynna sér ýmis starfstilboð hjá opinberum og einkaaðilum á Ítalíu.
 
„Enginn vafi er á því að þau störf sem voru í boði voru af miklum gæðum,“ segir Antonis ánægður. En hann bætir við að þessi atvinnudagar hafi beint kastljósinu að gömlum hindrunum gegn flæði í Evrópu, svo sem tungumálakunnáttu og reglulegum kröfum atvinnurekenda um starfsreynslu hjá ungu háskólamenntuðu fólki. 
 
 
Frekari upplýsingar:
 
Leita að atvinnudegi á EURES viðburðardagatalinu
 
Fyrsta evrópska Job Days in Cyprus 2013
 
Atvinnustefnur á Kýpur á Facebook
 
 
 
Leita að starfi í EURES vinnugagnagrunninum
 
Fræðast um hvað EURES getur gert fyrir atvinnurekendur

Fylgjast með EURES á Facebook
 
Fylgjast með EURES á Twitter
 
Tengjast EURES á LinkedIn
 
Fylgjast með EURES á Google+

 

Texti ritstýrður síðast: 07/2013


höfnun bótaskyldu
"…Í BRENNIDEPLI" greinunum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar innsýn inn í þróun mála og það sem er efst á baugi hverju sinni. Ennfremur er þessum greinum ætlað að örva umræður og skoðanaskipti. Ekki er víst að þær tjái skoðanir Framkvæmdastjórnar Evrópu.