Athyglinni beint að ...

Finnskum atvinnuleitendum er margt til skemmtunar á Ítalíu

Árstíðabundin vinna er frábært tækifæri fyrir atvinnuleitendur til þess að finna vinnu og á sama tíma kynnast nýju landi og menningu. Einn finnskur atvinnuleitandi þurfti ekki að hugsa sig tvisvar um þegar honum bauðst tækifæri til þess að eyða sumrinu á Ítalíu sem skemmtikraftur fyrir börn.
 
Fyrirtækið Art and Show setti sig í samband við Jonna Karlström í gegnum EURES vefgáttina.   Þeir fundu umsóknina hennar þegar þeir voru að skoða ferilskrár á vefgáttinni í tengslum við ráðningar á skemmtikröftum fyrir „smáklúbbana“ þeirra á ferðamannastöðum á Ítalíu.
 
„Fyrirtækið sagði að það hefði áhuga á að fá mig í starfsviðtal,“ útskýrir Jonna. „Venjulega fara þeir til Finnlands fyrir starfsviðtölin en þar sem ég var á Íslandi á þessum tíma fór viðtalið fram í gegnum Skype og þeir völdu mig.“
 
Jonnu bauðst starfið í kjölfar ítarlegs ráðningarferlis hjá Art and Show. Framkvæmdastjórinn Walter van de Haar sagði að eftir að hann hafði haft samband við EURES til þess að auglýsa stöðurnar hefðu þeim borist hundruð ferilskráa. Eftir að Walter hafði valið úr vænlegar ferilskrár, skipulagði hann starfsviðtöl við um 400 umsækjendur í fjórum löndum – Finnlandi, Póllandi, Slóvakíu og Svíþjóð.
 
„Okkur hefur alltaf fundist auðvelt að vinna með EURES þegar við höfum verið að leita að skemmtikröftum með tungumálakunnáttu,“ segir Walter. „Með svona stórt net sem auglýsir laus störf, er auðveldara fara í gegnum ferilskrárnar til þess að sjá strax hvaða umsækjendur henta okkur.“
 
Skyldur Jonnu, í þá þrjá mánuði, sem hún stafar á þessum fallega ferðamannastað rétt utan við Verona, nálægt Garda vatni, eru meðal annars að skipuleggja leiki og annað starf fyrir börnin tvisvar á dag ásamt söngleik eða sýningu á kvöldin.
 
Börnin í hópnum hennar, á aldrinum fjögurra til tíu ára, voru önnum kafin
í sundleikjum og dönsum á kvöldin. „Hápunktur smáklúbbsins er alltaf þegar skemmtikraftarnir stíga á stokk til þess að halda eigin sýningu,“ segir Jonna hlæjandi. „Við skemmtum okkur mjög við það!“
 
Jonna starfaði á smáklúbbnum árið 2010 og sneri aftur árið eftir fyrir „eitt besta sumar allra tíma“. Samband EURES við fyrirtækið Art and Show nær þrjú ár aftur þegar finnski EURES ráðgjafinn Hannele Soirila hitti fulltrúa fyrirtækisins í Turin á Ítalíu.
 
„Við höfum aðstoðað ferðamannaiðnaðinn við ráðningar í yfir 10 ár,“ segir Hannele. „Þar á meðal eru skemmtikraftar, þjónar og starfsfólk í eldhúsi. Finnskir atvinnuleitendur eru taldir henta einstaklega vel vegna tungumálakunnáttu þeirra. Starfsmenn frá Finnlandi fá oft lof fyrir að vera vinalegir og góðviljaðir, og það er ljóst að margir eru áhugasamir um að starfa erlendis.
 
Ráðningar fyrir tímabilið 2013 fóru nýlega fram og þó að dagarnir séu langir fá nýráðnir starfsmenn loforð um sumar sem aldrei mun gleymast.
 
Frekari upplýsingar:
 
Leita að starfi í EURES vinnugagnagrunninum
 
Fræðast um hvað EURES getur gert fyrir atvinnuleitendur
 
Fræðast um hvað EURES getur gert fyrir atvinnurekendur
 
Leita að atvinnudegi á EURES viðburðardagatalinu
 
 
 
Fylgjast með EURES á Facebook
 
Fylgjast með EURES á Twitter
 
Tengjast EURES á LinkedIn
 
Fylgjast með EURES á Google+

 

Texti ritstýrður síðast: 07/2013


höfnun bótaskyldu
"…Í BRENNIDEPLI" greinunum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar innsýn inn í þróun mála og það sem er efst á baugi hverju sinni. Ennfremur er þessum greinum ætlað að örva umræður og skoðanaskipti. Ekki er víst að þær tjái skoðanir Framkvæmdastjórnar Evrópu.