Athyglinni beint að ...

EURES kemur á fót sterku sambandi við belgískt ráðgjafarfyrirtæki

Reynsla QSpin, ráðgjafarfyrirtækis með skrifstofur í Louvain-La-Veuve og Ghent í Belgíu er gott dæmi um hvernig EURES getur hjálpað smáum og meðalstórum fyrirtækjum við að uppfylla ráðningarþarfir sínar. 
 
QSpin er verkfræði- og ráðgjafarfyrirtæki sem setti sig í samband við EURES til þess að fá aðstoð við að leita að starfsfólki. Mannauðsstjórinn, dr. Patrick Thomas segir: „Vegna þess að við fengum ekki nægilega góð viðbrögð þegar við reyndum að ráða í laus störf ákváðum við að reyna að finna verkfræðinga annars staðar í Evrópu og beindum kastljósinu að Portúgal, Spáni og Grikklandi. Það var þá sem við hófum að kynna okkur þjónustu EURES.“
 
QSpin gladdist við að heyra um hvers kyns þjónustu EURES gæti boðið fyrirtækinu, einkum tók Patrick eftir fréttaumfjöllun um Lissabon atvinnustefnuna á vegum EURES í október 2012. Næsta skref Patricks var að hafa samband við EURES ráðgjafa í Belgíu til þess að fræðast um hvort QSpin gæti tekið þátt í atvinnustefnum erlendis. Patrick fékk jákvæð svör frá EURES og hefur samstarfið vaxið síðan þá: „Frá þeim tíma hef ég fengið fréttir af mismunandi starfsemi EURES.“ Til viðbótar tækifærum til þess að taka þátt í alþjóðlegum atvinnustefnum, býður EURES einnig upp á möguleika á því að auglýsa laus störf í EURES löndunum án gjalds og möguleika á því að EURES kynni nýjum starfsmönnum starfs- og búsetuaðstæður í nýja landinu. 
 
Árangursrík ráðningarhjálp
 
Í kjölfar þátttöku QSpin í Lissabon atvinnustefnunni, tókst fyrirtækinu að ráða tvo portúgalska verkfræðinga. Frederico Cadete, einn af verkfræðingunum, segir frá reynslu sinni af því að flytja til Belgíu: „Aðlöguninni er ekki að fullu lokið en þetta hefur verið mjög frískandi reynsla! Mér finnst gaman að kynna mér hvernig hlutirnir ganga fyrir sig í öðrum löndum, sem eru svipuð mínu, en mjög frábrugðin þegar nánar er að gáð.“
 
Þess utan fékk QSpin mikil viðbrögð við auglýsingum sem fyrirtækið setti á EURES vefgáttina. Í kjölfarið réði fyrirtækið þriðja verkfræðinginn frá Þýskalandi. „Fyrir lítið fyrirtæki eins og okkar að þá má líta svo á að samvinnan við EURES hafi heldur betur reynst vel. Við munum að sjálfsögðu halda áfram að taka þátt í EURES stefnum í framtíðinni,“ segir Patrick. Árangurinn sýnir ávinninginn af samstarfinu á milli EURES og smárra og meðalstórra fyrirtækja.
 
Frekari upplýsingar:
 
Fræðast um hvað EURES getur gert fyrir atvinnurekendur
 
Frekari upplýsingar um QSpin
 
Leita að starfi í EURES vinnugagnagrunninum
 
Leita að atvinnudegi á EURES viðburðardagatalinu
 
 
 
Fylgjast með EURES á Facebook
 
Fylgjast með EURES á Twitter
 
Tengjast EURES á LinkedIn
 
Fylgjast með EURES á Google+

 

Texti ritstýrður síðast: 05/2013


höfnun bótaskyldu
"…Í BRENNIDEPLI" greinunum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar innsýn inn í þróun mála og það sem er efst á baugi hverju sinni. Ennfremur er þessum greinum ætlað að örva umræður og skoðanaskipti. Ekki er víst að þær tjái skoðanir Framkvæmdastjórnar Evrópu.