Athyglinni beint að ...

„Fyrsta EURES starfið“: Ítalía styður við atvinnuflæði ungs fólks

Aukinn fjöldi atvinnuleitenda hefur hlotið störf í gegnum hreyfanleikaverkefni Evrópusambandsins „Fyrsta EURES starfið“ og hundruðum hefur verið hjálpað við að auka starfslíkurnar.
 
„Enn sem komið er höfum við fundið störf fyrir 55 atvinnuleitendur en markmið okkar er að hafa fundið störf fyrir 200 manns vorið 2013. Við erum sannfærð um að okkur takist að ná þessu markmiði þar sem aukinn fjöldi fyrirtækja auglýsir laus störf og óskar eftir frekari upplýsingum um verkefnið og möguleikana innan þess,“ útskýrir Dario Manna, verkefnastjóri hjá Fyrsta EURES starfinu í Provincia di Roma á Ítalíu.
 
Verkefnið, sem þegar hefur verið sett af stað í Danmörku, Þýskalandi, Ítalíu og Spáni og er með upplýsingaskrifstofur í öðrum aðildarríkjum, fagnar nú eins árs afmæli sínu. 
 
Verkefnið fjármagnar meðal annars tungumálanámskeið eða önnur þjálfunarnámskeið og greiðir ferðakostnað ungra umsækjenda (starfsviðtöl og kostnað við flutninga til annars Evrópusambandslands vegna atvinnu).
 
Aukinheldur veitir það fjárhagslegan stuðning til smárra og meðalstórra fyrirtækja ef þau ráða í störf í gegnum verkefnið. Einn af atvinnurekendunum, sem hefur haft hag af verkefninu, er Costa Crociere, stærsta fyrirtæki á sviði ferðamála á Ítalíu. „Við réðum um 600 manns af evrópska vinnumarkaðinum á síðasta ári og við trúum því að Fyrsta EURES starfið sé raunveruleg hjálp fyrir þá, sem eru að leita að starfi, svo og fyrir fyrirtæki, sem eru að leita að starfsfólki,“ segir Matteo Savio, mannauðsstjóri hjá Costa Crociere.
 
„Verkefnið gerir meira en bara auka fjölda ungs fólks sem starfar erlendis; það veitir einnig smáum og meðalstórum fyrirtækjum tækifæri til þess að svara eftirspurninni eftir hæfu starfsfólki,“ segir Dario að lokum. 
 
 
Frekari upplýsingar:
 
Fræðast frekar um Fyrsta EURES starfið
 
Leita að starfi í EURES vinnugagnagrunninum
 
Fræðast um hvað EURES getur gert fyrir atvinnurekendur
 
Leita að atvinnudegi á EURES viðburðardagatalinu
 
 
 
Fræðast um hvað EURES getur gert fyrir atvinnuleitendur

Fylgjast með EURES á Facebook
 
Fylgjast með EURES á  Twitter
 
Tengjast EURES á LinkedIn
 
Fylgjast með EURES á Google+

 

Texti ritstýrður síðast: 05/2013


höfnun bótaskyldu
"…Í BRENNIDEPLI" greinunum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar innsýn inn í þróun mála og það sem er efst á baugi hverju sinni. Ennfremur er þessum greinum ætlað að örva umræður og skoðanaskipti. Ekki er víst að þær tjái skoðanir Framkvæmdastjórnar Evrópu.