Athyglinni beint að ...

Fyrsta fransk-þýska ráðningarstofan opnar

Fyrsta fransk-þýska ráðningarstofan hefur nú tekið til starfa. Landamæraþjónustan /Service de Placement Transfrontalier/Service für Grenzüberschreitende Arbeitsvermittlung Strasbourg-Ortenau) miðar að því að taka á þörfum atvinnuleitenda og atvinnurekenda báðum megin Rínarbakka.  
 
Leyen, í bænum Kehl í sambandsríkinu Baden-Württemberg í því skyni að undirrita samstarfssamning um atvinnu fyrir franska og þýska atvinnuleitendur. Samkomulagið er hluti af hátíðarhöldunum fyrir 50. ára afmæli Élysée sáttmálans - sem einnig er þekktur sem fransk-þýski vináttusáttmálinn.
 
Vinnumálastofnun þýska sambandsríkisins og hin franska systurstofnun hennar, Pôle Emploi, sem hafa verið samstarfsaðilar um langt skeið, undirrituðu rammasamning um eflingu á samvinnu landanna tveggja á Strasborg-Ortenau svæðinu. Markmið samstarfsaðilanna er að fjarlægja hindranir fyrir fjárfestingu á milli landamæra og að tryggja jafnvægi á milli framboðs og eftirspurnar starfa báðum megin landamæranna.Þessu samstarfi á að koma í fastari skorður með opnun fyrstu frönsk-þýsku landamæraráðningarstofunni í Kehl.
 
Greinilega má sjá eftirspurn eftir slíkri þjónustu í tölum héraðsins yfir vinnuferðalanga. Í dag vinna 30 000 íbúar frá Lorraine í þýsku héruðunum Saarlandi-Rínarlandi-Fals og 23 300 manns ferðast frá Alsace til vinnu til Baden-Württemberg. Í gagnstæða átt sækja 1 500 Þjóðverjar vinnu daglega til Alsace og Lorraine svæðanna.
 
Mikil landamæraaðstoð
 
Þjónustan, sem er staðsett hjá vinnumálstofnuninni í Kehl, mun leggja sitt af mörkunum við að draga úr atvinnuleysi á svæðinu með því að styrkja samstarf stofnana sem bjóða upp á aðstoð yfir landamærin.Þjónustan auðveldar umsækjendum leit að atvinnu í nágrannalöndunum tveimur. Upplýsingar um bæði franska og þýska atvinnuleitendur, ásamt lausum störfum á landamærasvæðinu, verða skráðar í gagnagrunna landanna tveggja. Þjónustan mun upplýsa atvinnurekendur um aðstæður á vinnumarkaðinum í Frakklandi og Þýskalandi. Að auki mun þjónustan útskýra menntunarkröfur fyrir atvinnuleitendur í nágrannalandinu og þannig taka á þörfinni fyrir sameiginlega staðla á svæðinu. 
 
Frekari upplýsingar:
 
Til þess að fræðast meira umService de Placement Transfrontalier/ Service für Grenzüberschreitende Arbeitsvermittlung Strasbourg-Ortenau hafið þá samband við: Service-Strasbourg-Ortenau@arbeitsagentur.de
 
Leita að atvinnudegi á EURES viðburðardagatalinu
 
 
Frekari upplýsingar um atvinnu- og búsetuskilyrði í mismunandi Evrópulöndum á EURES atvinnugáttinni
 
Leita að starfi í EURES vinnugagnagrunninum
 
Fræðast um hvað EURES getur gert fyrir atvinnurekendur
 
Fylgstu með EURES á Facebook
 
Fylgstu með EURES á Twitter
 
Tengjast EURES á LinkedIn
 
Fylgjast með EURES á Google+
 

Texti ritstýrður síðast: 05/2013


höfnun bótaskyldu
"…Í BRENNIDEPLI" greinunum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar innsýn inn í þróun mála og það sem er efst á baugi hverju sinni. Ennfremur er þessum greinum ætlað að örva umræður og skoðanaskipti. Ekki er víst að þær tjái skoðanir Framkvæmdastjórnar Evrópu.