Athyglinni beint að ...

Ungversk tónlistarhátíð reynist frábær leið fyrir EURES til að ná til fólks

EURES ráðgjafar vinna venjulega ekki með poppstjörnum en EURES í Ungverjalandi nýtti sér tækifærið og tók þátt í Sziget fjölmenningarhátíðinni til þess að ná til aukins fjölda ungs fólks víðs vegar úr Evrópu.  
 
Þar sem næsta hrina tónlistarhátíða í Evrópu yfir sumartímann nálgast óðum hefur EURES í Ungverjalandi lýst því hvernig slíkir viðburðir eru tilvaldir til þess að ræða beint við ungt fólk um störf þeirra. 
 
Í ágúst 2012 tók EURES í Ungverjalandi þátt í annað skiptið í Sziget hátíðinni, frægri alþjóðlegri hátíð sem haldin er á hverju ári í hjarta Budapest. Upphaflega var Sziget hreinræktuð tónlistarhátíði en á síðustu árum hefur hún breyst yfir í að verða alvöru fjölmenningarlegur atburður og lýsir sjálfri sér sem „margar hátíðir í einni“.
 
Spjótunum beint að ungu fólki
 
EURES í Ungveralandi, eftir að hafa verið boðið af innanríkisráðuneytinu, nýtti sér tækifærið í botn og tókst að setja upp bása á tveimur stöðum á hátíðinni. Fyrsti básinn var staðsettur í „Evrópuþorpinu“ en hinn ekki á eins augljósum stað í „tjaldinu gegn mannsali“. Síðari staðsetningin reynist gagnleg við að draga alþjóðlega gesti, sem sóttu hátíðina, að EURES básnum en það gerði EURES í Ungverjalandi kleift að komast í beint samband við ungt fólk víðs vegar að úr Evrópu. 
 
Fyrstu fimm daga hátíðarinnar komst EURES í beint samband við 940 unga einstaklinga, 61,5% voru Ungverjar og hin 38,5% komu víðs vegar að úr Evrópu og lengra að. 
 
Eins og Szilvia Pásztor, fjölmiðlafulltrúi EURES, sem tók þátt í hátíðinni, útskýrði: „Þátttakan á EURES básnum var álitin mjög góð og var gott dæmi um alþjóðlega samvinnu. Hann var líka mjög hagkvæmur til þess að ná til markhópsins okkar sem er ungt fólk.“ Szilvia trúir því að EURES í Ungverjalandi muni í ár aftur taka þátt í hátíðinni vegna þess að hún var „svo gott tækifæri til þess að hitta svo mikið af ungu fólki og segja þeim frá tækifærunum til þess að finna störf erlendis.“

 
Frekari upplýsingar:
 
Leita að atvinnudegi á EURES viðburðardagatalinu
 
 
Frekari upplýsingar um atvinnu- og búsetuskilyrði í mismunandi Evrópulöndum á EURES atvinnugáttinni
 
Leita að starfi í EURES vinnugagnagrunninum
 
Fræðast um hvað EURES getur gert fyrir atvinnurekendur
 
Fylgstu með EURES á Facebook
 
Fylgstu með EURES á  Twitter
 
Tengjast EURES á LinkedIn
 
Fylgjast með EURES á Google+

Texti ritstýrður síðast: 05/2013


höfnun bótaskyldu
"…Í BRENNIDEPLI" greinunum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar innsýn inn í þróun mála og það sem er efst á baugi hverju sinni. Ennfremur er þessum greinum ætlað að örva umræður og skoðanaskipti. Ekki er víst að þær tjái skoðanir Framkvæmdastjórnar Evrópu.