Athyglinni beint að ...

Þjónusta frá A – Z við ráðningar á heilbrigðisstarfsfólki

Hundruð spænskra hjúkrunarfræðinga, sjúkraþjálfara og lækna finna ný störf á hverju ári í Frakklandi í gegnum Seleccion Emploi Evrópu. Í því skyni að tryggja að ferlið sé allt snurðulaust, státar þessi sérhæfða ráðningarstofa sig af því að huga að hverju smáatriði. Þjónustan felst meðal annars í skoðun á skjölum, aðstoð við ferðalög og gistingu og jafnvel aðstoð á ákvörðunarstað.
 
Það eru uppi erfiðir tímar fyrir heilbrigðisstarfsfólk á Spáni. Á síðastliðnum 18 mánuðum hefur fjöldi atvinnulausra hjúkrunarfræðinga aukist fjórfalt og er í dag um 16 000 manns. Vegna fjárhagslegs þrýstings á sjúkrahús og læknastofur landsins eru einnig færri stöður fyrir lækna og sjúkraþjálfara. 
 
„Lykillinn að ráðningarþjónustu okkar er að koma á trausti á milli atvinnuleitenda og atvinnurekenda,“ segir Arzhéla Le Maitre, ráðgjafi hjá Seleccion Emploi Evrópu. „Sem sérfræðingar í ráðningum í heilbrigðisgeiranum, getum við komið að málum ef vandamál koma upp varðandi starfið, atvinnurekandann eða skriffinnskuna.“
 
Arzhéla er hluti af litlum hóp sem sér um ráðningar á heilbrigðisstarfsfólki alls staðar að frá Spáni fyrir opinberar og einkareknar stofnanir erlendis - aðallega læknastofur, sjúkrahús og umönnunarheimili í Frakklandi. Stofan rekur starfsemi sína í Pedruzuela, norður af Madríd. Hún auglýs laus störf á vefsíðu sinni og hjá öðrum samstarfsaðilum. 
 
„Við höfum starfað með Seleccion Emploi Evrópu í mörg ár og eigum í mjög góðu samstarfi við að finna störf fyrir umsækjendur. Fyrirtækið vinnur sem milliliður á milli atvinnuleitandans og heilbrigðisgeirans. Þau búa yfir mikilli reynslu hvað varðar menntun spænskra hjúkrunarfræðinga og vita hvaða tækifæri leynast úti í Evrópu,“ segir Maria Teresa Vieitez Carrazoni, EURES ráðgjafi í Zaragoza á Spáni.
 
„Við höfum líka ráðið um 200 manns árlega frá EURES, en við höfum starfað með samtökunum frá árinu 2002,“ segir Arzhéla. „Lagalegu upplýsingarnar um búsetu og störf erlendis, sem finna má á EURES síðunni eða hjá ráðgjöfum samtakanna, eru áreiðanlegar. Það er stór plús fyrir okkur og atvinnuleitendur á skrá hjá okkur.“
 
 
Heildarferli
 
Stofan vinnur mikið á Netinu og byrjar oft með Skype viðtal til þess að leggja mat á getu og áhuga umsækjanda. Næstu skref eru meðal annars að setja sig í samband við ráðningaraðila, ganga úr skugga um að öll gögn séu rétt - eins og vottun á menntun og þjálfunarskírteinum fyrir vinnu í öðrum ESB aðildarríkjum, svo og skipulagning ferða og önnur atriði sem fylgja þarf eftir.
 
Stofan gengur stundum „skrefinu lengra“ í því skyni að hjálpa þeim sem hún hefur ráðið. „Við fundum störf fyrir tvo spænska sjúkraþjálfara, par með tvö ung börn, hjá miðstöð nálægt Cherbourg í Frakklandi,“ minnist Arzhéla. „Með aðstoð fjölskyldu minnar, sem á ættir að rekja til svæðisins, fundum við tímabundið húsnæði fyrir þau. Þeim líkaði svo vel að þau ákváðu að dvelja lengur og hafa nú unnið þar í yfir þrjú ár.“
 
Þegar og ef umbjóðendur stofnunarinnar ákveða að snúa aftur til Spánar, eiga þeir betri möguleika á störfum heima fyrir. Samkvæmt Arzhélu hafa þeir náð sér í meiri reynslu og færni í stöfum sínum erlendis auk þess sem sjálfsöryggi þeirra og sveigjanleiki hefur aukist.
 
 
Frekari upplýsingar:
 
 
Leita að atvinnudegi á EURES viðburðardagatalinu
 
 
 
Leita að starfi í EURES vinnugagnagrunninum
 
Fræðast um hvað EURES getur gert fyrir atvinnurekendur

Fylgjast með EURES á Facebook
 
Fylgjast með EURES á Twitter
 
Tengjast EURES á LinkedIn
 
Fylgjast með EURES á Google+

Texti ritstýrður síðast: 04/2013


höfnun bótaskyldu
"…Í BRENNIDEPLI" greinunum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar innsýn inn í þróun mála og það sem er efst á baugi hverju sinni. Ennfremur er þessum greinum ætlað að örva umræður og skoðanaskipti. Ekki er víst að þær tjái skoðanir Framkvæmdastjórnar Evrópu.