Fá hjálp fyrir þennan hluta

Aðilar að EURES í hinum ýmsu löndum

Þjónustu hinnar opinberu vinnumiðlunar (PES) Evrópusambandsins/Evrópska Efnahagssvæðisins er miðlað í gegnum kerfi rúmlega 5000 vinnumiðlunarskrifstofa með meira en 100 000 starfsmönnum sem þjóna bæði vinnuveitendum og þeim sem eru að leita sér að vinnu.

Vinnumiðlunin er byggð upp með mismunandi hætti í aðildarlöndunum en allsstaðar er markmiðið það sama: Að leiða saman eftirspurn og framboð á vinnumörkuðunum með því að veita upplýsingar, hjálpa til við atvinnuleit og með raunhæfri aðstoð.

Hlutverk:

- Opinbera vinnumiðlunin opnar greiðan aðgang að vinnumarkaði, hvort sem það er á einstökum stöðum á landsvísu eða almennt í ESB löndunum. Þeir aðilar sem þessa möguleika hafa eru allir vinnuleitendur, atvinnurekendur og fyrirtæki sem sérhæfa sig í að útvega starfsfólk. Í því skyni eru veittar samþættar og nákvæmar upplýsingar um laus störf og atvinnuleitendur, svo og um önnur mál, því tengd, sem þýðingu hafa. Auk þess er látin í té margskonar önnur gagnleg aðstoð við vinnuleit og leit að starfsfólki.

- Þar sem ekki eru til nógu mörg laus störf svo að atvinnulausir starfsleitendur komist í vinnu umsvifalaust, og/eða þar sem kunnátta umsækjendanna stenst ekki kröfur markaðarins, eða þar sem önnur atriði tefja fyrir því að starf finnist, veitir PES á hverjum stað aðgang að víðtækari þjónustu til að svara þörfum einstaklinganna. Þess er gætt að enginn verði útundan vegna þess að aðstoðin sé ófullnægjandi, og jafnframt eru þeir sem eru að leita að vinnu hvattir til að leggja sitt af mörkum og láta það sjást að þeir leggi sig fram í raun og veru.


- Fyrirtækin eiga kost á margskonar fyrsta flokks aðstoð til að miðla málum þegar ekki fara saman þarfir umsækjendanna og kröfur vinnuveitendanna. Með því að bjóða fyrirtækjunum upp á þessa þjónustu gengur viðkomandi PES einnig til samstarfs við vinnuveitendur til að stuðla að því efnahagslega og félagslega markmiði að koma starfsfúsu fólki inn á vinnumarkaðinn.

Aðilar að EURES í hinum ýmsu löndum:

Hin opinbera vinnumiðlun í löndunum öllum leggur mikið upp úr samstarfi á Evrópuvettvangi til að bæta þjónustuna. Hún er aðili að EURES til að greiða för starfandi fólks yfir landamæri innan vinnumarkaðar Evrópu, og verður hún því að teljast sá einstaki aðili sem einna mest leggur af mörkum til þessarar vefgáttar (European Job Mobility Portal).