Fá hjálp fyrir þennan hluta

Hvað getur EURES gert fyrir þig?

Hlutverk EURES er að miðla upplýsingum og ráðgjöf og að hjálpa fólki við að finna vinnu og ganga frá ráðningum, til hagsbóta fyrir starfsfólk og vinnuveitendur, svo og einstaklinga sem vilja hafa gagn af því sem gert er til að greiða fyrir frjálsri för einstaklinga.

EURES er miklu meira en þessi vefgátt (EURES Job Mobility portal) sem þú ert að skoða núna.

EURES er tenglanet rúmlega 850 EURES ráðgjafa sem eru í daglegu sambandi við fólk sem er að leita sér að vinnu og við vinnuveitendur víðsvegar um Evrópu.

Í landamærahéruðum Evrópu hefur EURES mikilvægu hlutverki að gegna við dreifingu upplýsinga og aðgerða til úrbót í tengslum við margskonar vandamál fólks sem fer yfir landamærin á hverjum degi vegna vinnu sinnar.

EURES var sett á laggirnar árið 1993. Það er samstarfsverkefni Framkvæmdastjórnar Evrópu og opinberrar vinnumiðlunar aðildarríkja EES (ESB landanna ásamt Noregi, Íslandi og Liechtenstein) og ýmissa aðildarstofnana. Sviss tekur einnig þátt í EURES samstarfinu. Samvinna allra þeirra aðila sem að EURES standa mynda trausta undirstöðu fyrir starfsemina og tryggir fyrsta flokks þjónustu bæði til handa vinnandi fólki og vinnuveitendum.