Fá hjálp fyrir þennan hluta

Atvinnuleitendur

Meginregla Evrópusambandsins um frjálsa för verkafólks þýðir að þú getur fengið starf í hvaða landi ESB sem er, sem og í Noregi, Íslandi og Liechtenstein (einnig þekkt sem EES-löndin) ásamt Sviss.

Einungis um 2% af ríkisborgurum í Evrópusambandinu búa og starfa í öðru aðildarríki en þeirra eigin upprunalandi. Samt hefur það marga kosti að vinna erlendis, eins og tækifæri til að...

...öðlast nýja hæfileika í starfi og einkalífi, með því að þroska starfskunnáttu þína, sjálfstraust og samskiptahæfni;

...fá nýja sýn á hlutina og kynnast ólíkum sjónarmiðum með því að auka þekkingu þína á erlendri menningu og læra erlent tungumál eða bæta tungumálakunnáttu þína;

...velja hentugasta tækifærið fyrir þig með því að finna varanlegt, tímabundið eða árstíðabundið starf.

Hvað getur EURES gert fyrir þig?

EURES vefgáttin veitir þér aðgang að viðeigandi upplýsingum um ferðamöguleika starfsfólks, aðstöðu til atvinnuleitar og kerfi af meira en 800 EURES ráðgjöfum sem bíða eftir að hjálpa þér. Til dæmis...

með því að velja "Starfsleit" getur þú skoðað laus störf í 31 Evrópulandi, uppfærð á rauntíma;

með því að skrá þig ókeypis á "Mitt Eures" fyrir atvinnuleitendur getur þú samið ferilskrá þína og gert hana aðgengilega bæði skráðum vinnuveitendum og EURES-ráðgjöfum sem hjálpa vinnuveitendum að finna hentuga umsækjendur;

með því að skoða hlutann um "Búsetu- og starfsskilyrði", getur þú verið viss um að vera bæði undirbúin/n og vel upplýst/ur um stöðu atvinnumála og skilyrði hvað varðar búsetu og starf í öðru landi Evrópska efnahagssvæðisins.

Í þessum hluta getur þú fundið upplýsingar um hvaða vinnumarkaðir EES-landanna eru háðir takmörkunum á aðlögunartímabili hvað varðar ríkisborgara frá Búlgaríu og Rúmeníu, og einnig frá aðildarríkjunum tíu sem gengu í Evrópusambandið 1. maí 2004

með því að smella á "Hafðu samband við EURES ráðgjafa" eða með því að hafa samband við ráðningarskrifstofu í viðkomandi landi eða svæði, færð þú aðgang að fjölda upplýsingatækja og getur fengið ráðgjöf varðandi margs konar hagnýtar, lagalegar og stjórnsýslulegar hliðar á því að finna starf og ráða sig til vinnu erlendis.

Ef þú vilt komast að því hvaða hagnýtu ráðstafanir þú ættir að gera í tengslum við að finna starf og flytja til útlanda, getur þú skoðað gátlistana sem er að finna á síðunni "Ert þú útskrifaður nemandi?". Þar munt þú finna gagnlegar upplýsingar um allt frá því að leita að vinnu til þess sem hafa verður í huga varðandi það að setjast að í erlendu landi.