Um EURES atvinnuleit Fá hjálp fyrir þennan hluta

Störfin sem auglýst eru í vefgáttinni EURES Job Mobility portal koma frá aðilunum sem standa að EURES, og frá samstarfsaðilunum, langmest frá vinnumiðlunarskrifstofum hins opinbera í Evrópu. Þessir aðilar nota EURES til að auglýsa störf sem svo hagar um að þeir sem þau bjóða hafa sérstakan áhuga á að umsækjendur séu frá öðrum Evrópulöndum. Þessi "EURES störf" eru einkennd með bláum fánum sem gefa til kynna að vinnuveitandinn sé sérlega áhugasamur um að ráða fólk frá öðrum Evrópulöndum.

Til að auka gegnsæi vinnumarkaðar Evrópu eru öll störf sem auglýst eru af vinnumiðlunarskrifstofum hins opinbera í Evrópu birt á vefsíðu okkar, með örfáum undantekningum þó. Þau störf eru ekki einkennd með bláum fánum og eru ekki "EURES störf".

Lausu störfin eru af mjög mörgu tagi og um er að ræða bæði fastar stöður og árstíðabundin störf. Hverju lausu starfi fylgja upplýsingar um hvernig á að sækja um og hvert á að snúa sér. Það getur verið EURES ráðgjafi, sem vinnur úr umsóknunum, en í öðrum tilvikum er hægt að hafa samband við vinnuveitandann beint.
Gagnagrunnur EURES fyrir atvinnuleit er uppfærður daglega af evrópsku vinnumiðlununum og auglýsingar um laus störf eru teknar niður um leið og ráðið er í þau.

Atriði sem hafa verður í huga við EURES atvinnuleit:

Þótt flestar upplýsingar um störfin, eins og t.d. hverskonar samninga um er að ræða, hvaða reynslu krafist er, menntunarstig o.fl. séu þýddar á öll ESB/EES tungumálin, á það ekki við um fyrirsögn og texta tilkynninganna. Því er ekki víst að leitarorð á tilteknu tungumáli kalli fram öll laus störf sem til greina koma í gagnagrunninum. Tökum dæmi: Ef leitað er eftir enska orðinu "waiter" er ekki við því að búast að sömu tilkynningar finnist og ef leitað er eftir franska orðinu "serveur". Hins vegar eru allir forskilgreindu flokkarnir, eins og t.d. "starfsgrein", "nauðsynleg reynsla" og "staður", til á öllum tungumálunum.

Þarftu hjálp?  
Þarftu hjálp?