Flæði vinnuafls

Get ég að vild flutt til annars lands til að vinna?

Allir ríkisborgarar í Evrópusambandinu hafa rétt til að vinna og búa í hvaða aðildarríki sem er án þess að vera mismunað á grundvelli þjóðernis. Frjáls för fólks er eitt grundvallarfrelsið sem sáttmálinn um Evrópusambandið (greinar 3, 39, 40) og lög Bandalagsins tryggja.
Lög Bandalagsins um frjálsa för launþega eiga einnig við um aðildarríki Evrópska efnahagssvæðisins (Ísland, Líktenstein og Noreg). Sviss er með tvíhliða samkomulag við ESB um frjálsa för fólks.
Mikilvægt er að taka það fram að í kjölfar stækkunar ESB árin 2004 og 2007 kemur bráðabirgðatímabil, að hámarki sjö ár, en á þeim tíma munu lög Bandalagsins hvað varðar frjálsa för launþega ekki eiga við að fullu í stækkuðu ESB. Frekari upplýsingar eru fáanlegar í hlutanum  „Búseta og vinna“ (Living and Working), „Frjáls för launþega“ (Free Movement of workers).

Af hverju styður framkvæmdastjórn EB hreyfanleika?

Talið er að meiri hreyfanleiki vinnuafls, bæði milli starfa (atvinnuhreyfanleiki) og innan og milli landa (landfræðilegur hreyfanleiki) stuðli að efnahagslegu og félagslegu ferli, hærra atvinnustigi og að sjálfbærri uppbyggingu sem er í jafnvægi. Það gerir einnig evrópsku efnahagslífi, atvinnu og vinnuafli kleift að aðlaga sig greiðlegar og á skilvirkari hátt að breyttum aðstæðum, og að veita drifkraftinn til breytinga í samkeppnishæfu hnattrænu atvinnulífi. Stærri hluti hreyfanleika milli aðildarríkjanna hlúir einnig að nánari pólitískri samþættingu í ESB.

Af hverju Evrópubúar ættu að nýta sér hreyfanleika?

Óráðið er í 2-3 milljónir starfa í ESB á meðan hlutfall atvinnuleysis er í kringum 10% (25% hjá ungu fólki). Ennfremur finna 59% þeirra sem flytjast meðan þeir eru atvinnulausir í reynd starf innan árs (í samanburði við 35% þeirra sem halda kyrru fyrir í sínu heimalandi).
Evrópa býður upp á geysileg tækifæri, hverjum þeim sem langar að flytja í þeim tilgangi að komast áfram. Samt eru Evrópubúar ótrúlega staðir.
1.2% af íbúafjölda ESB flutti frá einu svæði til annars árið 1999, á meðan 5,9% íbúafjölda í Bandaríkjunum flutti úr einu héraði í annað. Aðeins 225.000 manns (0,1% af íbúafjölda ESB) fluttu milli tveggja ESB landa árið 2000. 0,2% heildarfólksfjölda á vinnumarkaði í ESB býr í einu landi og vinnur í öðru. Af þeim 34 milljónum verkamanna sem búa á jaðarsvæðum, vinna 1,4% eða 497.000 í öðru landi en sínu eigin (tölur 1999).

Hverjir eru kostirnir við að flytja til annars lands?

Tímabil náms eða vinnu erlendis getur gagnast á margan hátt: alvöru breyting á umhverfi, nýr persónulegur sjóndeildarhringur, dagleg snerting við öðruvísi menningu, upplagt tækifæri til að læra nýtt tungumál, færi á að njóta þess að vinna eða læra við hlið fólks með mismunandi bakgrunn, skiptast á hugmyndum og bera saman reynslu.

Ertu ánægð(ur) með upplýsingarnar á þessari blaðsíðu?