EURES samtökin

Hvað er EURES?

EURES (Evrópska vinnumiðlunin) eru samvinnusamtök mynduð af opinberum vinnumiðlunum. Stéttarfélög og samtök atvinnurekenda taka einnig þátt í félagskapnum. Markmið EURES samtakanna er að greiða fyrir frjálsri för launþega innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES) (28 aðildarríkja Evrópusambandsins ásamt Íslandi, Liechtenstein og Noregi) og Sviss.

Hvert er landfræðilegt umfang EURES?

EURES nær yfir 32 lönd: Austurríki, Belgíu, Bretland, Búlgaríu, Danmörk, Eistland, Finnland, Frakkland, Grikkland, Holland, Írland, Ísland, Ítalíu, Kýpur, Króatía, Lettland, Litháen, Líktenstein, Lúxemborg, Möltu, Noreg, Portúgal, Pólland, Rúmeníu, Slóvakíu, Slóveníu, Spán, Sviss, Svíþjóð, Tékkland, Ungverjaland, Þýskaland.

Hver hefur hag af þjónustu EURES?

EURES beinir sjónum bæði að atvinnuleitendum sem áhuga hafa á að vinna eða nema í öðru landi og vinnuveitendum sem vilja ráða starfsfólk frá öðrum löndum.

Hvernig get ég haft samband við aðila að EURES samtökunum í mínu landi eða landsvæði?

EURES býður upp á net ráðgjafa sem geta gefið upplýsingar, veitt atvinnuleitendum og vinnuveitendum hjálp og aðstoðað á persónulega hátt. EURES ráðgjafar eru þjálfaðir sérfræðingar sem veita þrenns konar EURES grunnþjónustu, upplýsingar, leiðsögn og atvinnumiðlun, bæði til atvinnuleitenda og vinnuveitenda sem áhuga hafa á evrópska vinnumarkaðinum.

Það eru yfir 850 EURES ráðgjafar í Evrópu og þeim fer fjölgandi. Upplýsingar um hvernig hægt er að ná sambandi við þá og heimilisföng er hægt að finna á síðunni „Leita að EURES ráðgjafa“ (Search for EURES advisers) í „EURES“ hluta vefsíðunnar, eða með því að smella á hnappinn „Hafa samband við EURES ráðgjafa“ (Contact a EURES Adviser) sem tiltækur er á mörgum síðum vefsíðunnar.

Þarf ég að greiða fyrir þjónustu EURES?

EURES er ókeypis þjónusta fyrir bæði atvinnuleitendur og vinnuveitendur, með fyrirvara um þau skilyrði sem hver einstakur aðili að EURES setur.

Ertu ánægð(ur) með upplýsingarnar á þessari blaðsíðu?


Þarftu hjálp?  
Þarftu hjálp?