Fá hjálp fyrir þennan hluta

Vinnuveitendur

Þessi hluti er til að auðvelda evrópskum vinnuveitendum að finna fólk í lausar stöður og býður hann upp á gagnlegar upplýsingar um mannaráðningar á hinum evrópska vinnumarkaði.

Hvað getur EURES gert fyrir þig?

Evrópa býður upp á marga valmöguleika fyrir vinnuveitendur í leit að einstaklingum með rétta verkþekkingu. EURES getur boðið vinnuveitendum, og þá sérstaklega litlum eða miðlungs stórum fyrirtækjum, upp á persónulega þjónustu og aðgang að hugsanlegu vinnuafli innan evrópska efnahagssvæðisins (EES).

Ef þig langar að vita...

...hvar og hvernig best er að finna vinnuafl

Vinsamlegast notaðu einn eða fleiri af eftirfarandi valmöguleikum:

  • ráðfærðu þig við upplýsingarnar um atvinnumarkaði hvers lands í hlutanum "Búsetu- og starfsskilyrði"
  • leitaðu eftir ferilskrám hugsanlegra umsækjenda og náðu auðveldlega sambandi við þá með ókeypis skráningu í "Mitt EURES" fyrir vinnuveitendur
  • finndu út hvernig þú auglýsir lausa stöðu á EURES vefgáttinni með því að smella á "Auglýsa starf"
  • gerðu þér grein fyrir skrefunum í ráðningarferlinu með því að smella á "Að ráða erlendis"
  • kynntu þér viðvarandi EURES upplýsingar og ráðningaratburði í Evrópu með því að smella á "Atburðadagatal"

... reglur og ferlar sem eiga við útsenda starfsmenn

Útsendur starfsmaður er sá sem ráðinn er í einu aðildarríki ESB en er tímabundið sendur til annars aðildarríkis af vinnuveitanda sínum til að vinna starf sitt. Ef fyrirtæki þitt þarf að senda starfsmenn til annars aðildarríkis, skoðaðu vinsamlegast hlutann “Að ráða erlendis”, með gátlista yfir hvað þú þarft að vita ÁÐUR en starfsmenn eru ráðnir erlendis frá. 

...meira um netkerfi og þjónustur EURES

Fleiri en 800 fulltrúar EURES eru tilbúnir til að útskýra og aðstoða þig með hvaða mál sem er tengt evrópskum vinnumarkaði. Ennfremur, þá starfrækja samstarfssvæði EURES og opinberar vinnumálastofnanir oft sérhæfðar þjónustur fyrir vinnuveitendur.

Þú nærð sambandi við

  • fulltrúa EURES með því að smella á "Hafa samband við fulltrúa EURES"
  • meðlimi EURES og þjónustur vinnumálastofnanna í "Tengdir tenglar"

Ráðfærðu þig helst við opinberar vinnumiðlanir og/eða fulltrúa EURES í heimalandi þínu eða landfræðilegu samvinnusvæði, í öllum ráðningar- og ráðgjafarmálum.