Mikilvæg tilkynning til notenda EURES gáttarinnar

Mikilvæg tilkynning til notenda EURES gáttarinnar: Sviksamlegir tölvupóstar um gervistörf hafa verið sendir út

Atvinnuleitendum, sem skráðir eru á EURES gáttinni, hefur nýlega borist starfstilboð í fjármálageiranum undir nöfnum eins og "eureseuropa.com","recruitment_unicef ", skanskarecruitment",Arrow Financial Group", „Action Financial Group Pty Ltd." og „Brentnall Financial Group Pty Ltd." sem að öllum líkindum eru ekki raunveruleg. EURES telur þetta vera svikapósta frá sviksamlegum fyrirtækjum.
 
EURES mælir með því að atvinnuleitendur svari ekki tölvupóstum, sem sendir eru frá þessum eða svipuðum fyrirtækjum, og vill koma á framfæri afsökunarbeiðni vegna þeirra óþæginda sem þessir tölvupóstar kunna að hafa valdið notendum okkar. EURES vinnur að því að koma í veg fyrir að svona atvik endurtaki sig ekki í framtíðinni.  
Í ágúst 2011 var tilkynnt um nokkur tilvik rusl- og svikapóstsendinga þar sem talið er að EURES netið og gagnagrunnurinn hafi verið misnotaður fyrir ólöglega starfsemi eða óumbeðnar sendingar. Vinna hefur verið sett í gang til að finna tæknilegar og aðrar lausnir sem koma í veg fyrir að sviksamleg fyrirtæki eða gerviatvinnurekendur misnoti þjónustu okkar. Á sama tíma er mikilvægt að ná jafnvægi milli þess að koma í veg fyrir að gervifyrirtæki setji sig í samband við atvinnuleitendur og að tryggja að ósvikin fyrirtæki nái sambandi við þá atvinnuleitendur sem skráðir eru á EURES gáttinni.
Ef þér berst tölvupóstur þar sem EURES nafnið er notað (eða annar tölvupóstur um atvinnutilboð) skaltu athuga eftirfarandi atriðir:
  • Þekkir þú sendanda atvinnutilboðsins? Áttir þú upphafið að samskiptunum, t.d. með því að skrá þig á póstlista eða með ósk um áminningu í tölvupósti? Er pósturinn frá EURES tölvupóstfangi eða öðru tölvupóstfangi sem þú kannast við?
  • Þekkir þú fyrirtækið? Ef þú hefur aldrei heyrt um fyrirtækið ættir þú að afla þér traustra upplýsinga, ekki einungis með því að skoða heimasíðu fyrirtækisins. Þú gætir til dæmis athugað hvort þú finnur fjölmiðlaumfjöllun um fyrirtækið.
  • Vertu meðvitaður um að sumir svikahrappar gætu reynt að misnota nöfn heiðvirðra fyrirtækja eða EURES netsins og falsa tölvupóstföng og/eða nota villandi lénanöfn.
  • Svaraðu aldrei atvinnutilboðum, sem snúast um að framsenda eða taka á móti peningum eða tilboðum, þar sem fyrirtækið læst ekki geta opnað bankareikning, ekki geta fengið virðisaukaskattsnúmer eða ekki geta sent peninga, o.s.frv.
  • Sendu aldrei fjárhagslegar upplýsingar í gegnum form á vefsíðum í umsóknarferlinu. Ekkert heiðvirt fyrirtæki hefur ráðningarferil með því að biðja þig um upplýsingar um bankareikning eða greiðslukortaupplýsingar.
  • Áður en þú hringir í símanúmer, sem þú hefur fengið sent í tölvupósti, skaltu sannreyna hvort um sé að ræða venjulegt símanúmer en ekki kostnaðarsamt gjaldskylt númer.
  • Ef þú færð starfstilboð, sem þú álítur ólöglegt, ósiðlegt eða á einhvern hátt óviðeigandi í gegnum EURES CV Netumsóknina eða annars staðar frá þar sem þú hefur grun um að sendandinn hafi fengið tölvupóstfangið þitt úr gagnagrunninum okkar skaltu alltaf senda tilkynningu um misnotkun með því að nota eyðublaðið á Netinu eða hafa samband við þjónustuborð EURES svo hægt sé að gera viðeigandi ráðstafanir .
  • Vefsíður eins og http://www.fakechecks.org/ eða http://antifraudintl.org skrá þekkt svikamál og gefa ráðleggingar um hvernig eigi að greina varhugaverða tölvupósta.

Þarftu hjálp?  
Þarftu hjálp?