Ambassadors of the European Year

Gretar Thorsteinsson

Gretar Thorsteinsson

Iceland

Grétar Þorsteinsson er ef til vill best þekktur sem forseti Alþýðusambands Íslands, embætti sem hann gengdi frá 1996-2008, en hann hefur verið leiðandi í réttindabaráttu verkafólks í yfir 30 ár. Grétar útskrifaðist sem húsasmiður frá Iðnskólanum í Reykjavík árið 1961 og starfaði við húsa- og húsgagnasmíðar um árabil. Hann var vara-formaður og síðan formaður Trésmíðafélags Reykjavíkur 1978-1997 og formaður Sambands byggingamanna og síðan Samiðnaðar frá 1993. Grétar hefur einnig starfað innan bindindishreyfingarinnar og hefur sinnt þar mörgum trúnaðarstörfum og um tíma var hann varaþingmaður fyrir Alþýðubandalagið.

Grétar hefur lengi tekið þátt í baráttu fyrir réttindum verkafólks og vill því leggja þessu mikilvæga máli lið.

Mr. Thorsteinsson is the former president of the Icelandic Confederation of Labor and has been a leader in the fight for worker's rights for over three decades.