Navigation path

Vestfirðir Íslands (Ísland)

Vestfirðir Íslands

View in the Westfjords regionVestfirðir eru einn afskekktasti landshluti Íslands og ef til vill hinn mest hrífandi. Þeir eru heimur út af fyrir sig, að miklu leyti aðskildir frá öðrum landshlutum og einkennast af stórbrotnum fjörðum og fjallháum björgum sem gnæfa þverhnípt yfir djúpbláu hafinu. Svæðið er umlukið Norður-Atlantshafinu og státar af 30% af óspilltum ströndum Íslands, þar á meðal við hinn undraverða Breiðafjörð, Ísafjarðardjúp og Húnaflóa. Auk þess er á Vestfjörðum eini íslenski jökullinn sem er í sókn (Drangajökull), auk vatna og vatnsfalla í hundraðatali.

Ferðamenn eru nú í auknum mæli að uppgötva undur Vestfjarða: mikilfenglegt landslagið, djúpa firði, há og tilkomumikil fjöll, hundruð stöðu- og straumvatna, heitar laugar, eyðibýli, fuglavarp, gróskumikinn gróður, djúpa kyrrð og margt fleira. Loftið er tært og í því angan hreinnar hafgolu og villigróðurs. Þetta er staðurinn til að koma auga á haförn og sennilega besti staðurinn til að sjá heimskautarefinn – melrakkann – í náttúrulegu umhverfi sínu.

Sérstaða Vestfjarða

Riding at the beach

Heitu laugarnar laða að sér ferðamenn. Þar geta gestir slakað á í kyrrð og friði og látið streituna líða úr sér meðan þeir virða fyrir sér norðurljósin þegar dimmt er eða selina við sjóinn í björtu. Vestfirðir bjóða einnig upp á fjölmörg tækifæri fyrir þá sem vilja taka meira á, t.d. snjósleðaferðir, vetraríþróttir, siglingar, útreiðar, jöklaferðir og margt annað sem á eftir að gera dvölina á þessum stað ógleymanlega.

Áður en haldið er heim má ekki gleyma að...

  • Fara í bakpokaferð um friðlandið á Hornströndum og Drangajökul
  • Fara í heitu laugarnar og norðurljósaferð
  • Ganga með sjónum við hinn stórkostlega Breiðafjörð, Ísafjörð og Húnaflóa
Síðasta uppfærsla: 01/07/2011 | Efst