Navigation path

Sveitarfélagsins Stykkishólms (Íslandi)

VELKOMIN TIL SVEITARFÉLAGSINS STYKKISHÓLMS (ÍSLANDI)

Stykkishólmur Municipality Stykkishólmur er lítið fiskiþorp þar sem íbúar eru yfir eitt þúsund talsins. Það er staðsett á vesturhluta eyjarinnar, á norðanverðu Snæfellsnesi. Í mörg ár var þorpið háð fiskveiðum sem voru helsti tekjustofn þess. Samt skildi hrun í hörpudisksveiði bæjarfélagið eftir í rúst. Í því skyni að hvetja til vaxtar ákvað bæjarstjórnin að rækta nýjan iðnað í þorpinu, ferðamennsku. Núna eftir margra ára víðtæk endurgerðarverkefni ber þorpið nýja ímynd og stefnumál. Gömlu húsin í miðbænum hafa öðlast nýtt líf að láni og íbúarnir eru spenntir að deila þorpinu sínu með gestum.

ENDURGERÐ OG ENDURLÍFGUN

Í öllu endurgerðarferlinu einbeitti bæjarstjórnin sér að fjórum markmiðum, sem voru: að vernda menningarlega arfleifð á staðnum; að endurlífga sögulega reisn þorpsins; að bjóða upp á vítt svið ferðamanna- staða; og að auka umhverfis- vitund heimafólks og gesta. Þessi markmið voru uppfyllt með mörgum verkefnum. Að endurreisa gamla þorpið til fyrri dýrðardaga var lykilatriði í ferlinu. Í stað þess að skipta út gömlum byggingum, ákvað bæjarfélagið að gera þau upp. Viðtæk rannsókn var gerð á sögu húsanna. Með þessa innsýn að vopni ákváðu yfirvöld hvernig best væri að nýta byggingarnar. Til dæmis voru íbúðarhús endurgerð og þeim breytt í gesthús, sem héldu öllum upphaflegum einkennum.

ÁBENDINGAR UM KYNNISFERÐIR

  • ferð Í kringum Snæfellsnesið er nokkuð sem ekki má sleppa. Hér er hægt að njóta stórkostlegra fjarða, hafsins og friðsældar staðarins
  • heimsókn á Eldfjallasafnið, sem hinn frægi eldfjallafræðingur, Haraldur Sigurðsson, hafði umsjón með. Auk ferða um safnið, flytur Haraldur ókeypis fyrirlestra um eldfjöll fyrir gesti
  • ekki má gleyma að prófa sérrétt heimamanna, harðfisk. Hann fæst í mörgum verslunum í þorpinu
  • heimsókn í Norska húsið, safn um þjóðfræði á staðarins, sem greinir frá sögu héraðsins
Síðasta uppfærsla: 04/10/2011 | Efst