Navigation path

2011 – Ferðamennska og endurgerð staða

Framkvæmdastjórnin ásamt aðildarríkjunum og útnefndu löndunum hafa valið afburðaþemað fyrir árið 2011, en það er „Ferðamennska og endurgerð staða“.

Leit ársins 2011 var til þess að verðlauna þá áfangastaði sem hafa endurgert staði með arfleifð og breytt þeim í eftirsótta ferðamannastaði sem nota megi sem hvatningu til frekari endurgerðar á staðnum.

Framkvæmdastjórnin óskaði eftir tillögum í mars árið 2011. Þátttökulöndin hafa þess vegna valið sigurvegara áfangastaðanna meðal útnefndu þjóðanna og sigurvegararnir tóku opinberlega á móti viðurkenningum í Brussel 27. september 2011.

Allir ákvörðunarstaðir uppfylltu eftirfarandi skilyrði:

  • að vera „óhefðbundnir“ (heimsóknartíðni metin frá „lítil“ til „mjög lítil“ í samanburði við meðaltal landsins)
  • að stýra eigin ferðamennskuframboði þannig að það tryggi þjóðfélagslega, menningarlega og umhverfislega sjálfbærni
  • að vera stýrt sameiginlega af yfirvöldum sem bera ábyrgð á umsjón áfangastaða ásamt öllum þeim sem taka þátt í ferðamennsku á og umhverfis svæðið (t.d. þeir sem sjá um að veita ferðamönnum þjónustu, yfirvöld á staðnum). Samvinna opinberra/einkaaðila er leyfileg.

Siguráfangastaðirnir hafa hafa fengið tilnefninguna „Afburða áfangastaður ferðamanna í Evrópu í ferðamennsku og endurreisn staða árið 2011“.

Tengiliðaupplýsingar um verkefnisstjóra þjóðanna, sem hafa stýrt samkeppninni í hinum ýmsu löndum sjást á Project Officer English (en) .

Ef óskað er eftir betri upplýsingum um beiðnina og verkefnið er hægt að skoða beiðnir okkar um tillögur sem birtust á DG Enterprise and industry web site.

 

Síðasta uppfærsla: 29/07/2013 | Efst